Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 143
Hrólfur Kjartansson
svo um hnútana að foreldraráðum sé gert mögulegt að hafa beinan aðgang að
stjórnendum skóla og tryggja þeim áhrif a.m.k. til jafns við kennararáðin.
Samkvæmt skólahaldsskýrslum 1990-91 eru starfandi foreldrafélög eða foreldra- og
kennarafélög við um 70% grunnskóla. Þar kemur einnig fram að einungis í 26% skóla
eiga foreldrar áheyrnarfulltrúa á kennarafundum.20 Það er því langt frá því að foreldrar
noti almennt þann rétt, sem lög kveða á um, til að láta skoðanir sínar og hugmyndir
heyrast á kennarafundum. Hins vegar sitja kennarar fundi foreldrafélaga í miklu ríkari
mæli eða í 83% félaga. Augljóst er af þessum tölum að kennarar eiga mun betri
möguleika á að hafa áhrif á starfsemi foreldrafélaga en foreldrar að hafa áhrif á skólastarf
og taka þátt í skólamálaumræðu. Þátttaka kennara og skólastjóra í stjórnum foreldra-
og kennarafélaga hefur styrkt félögin og í mörgum tilvikum haldið þeim gangandi. A
hinn bóginn vekja þessar staðreyndir spurningar ef upp kemur skoðanamunur milli
foreldrafélags og skólans, t.d. um nám og kennslu, og áherslur í skólastarfinu. Hver
verða þá áhrif foreldra almennt eða þeirra foreldra sem ekki eru jafnframt starfsmenn
skólans?
I grein, sem ég skrifaði fyrir allmörgum árum, reyndi ég að draga upp ntynd af
samstarfi heimila og skóla eins og mér kom það þá fyrir sjónir. Ég hélt því fram að
stöðnun yrði í þessari samvinnu ef hún næði einungis til félagsmála, tómstunda,
ferðalaga, fjáröflunar, umferðamála og slfkra atriða.21 Spá mín var sú að lil þess að
frekari þróun yrði í samvinnu heimila og skóla þyrfti hún að snúast um kjarna alls
skólastarfs, þ.e. námið og kennsluna. Mér sýnast ýntis teikn benda til þess að þessi
tilgáta hafi verið á rökum reist. Áhersla foreldrafélaga á bekkjareininguna fer vaxandi.
Eðlilegt er að áhugi foreldris beinist frekar að bekknum, sem barn þess er í, en
skólanum í heild. Um leið og kynni foreldra og bekkjarkennara eða umsjónarkennara
aukast og vitneskja foreldra um hvað fram fer frá degi til dags í bekknum, vaxa líkur á
þátttöku foreldra í náminu og kennslunni.
Það var einmitt þetta sjónarmið sem lá að baki þegar stofnað var til samtaka
foreldra barna við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði haustið 1990. Fyrsti áfangi glæsilegs
skólahúss var tekinn í notkun. Nýs skólastjóra ög starfsliðs beið það verkefni að móta
skólastarfið frá grunni. Foreldrar stóðu frammi fyrir ýmsum valkostum um samvinnu
heimila og skólans og mótun foreldrastarfsins. í bréfi, sem höfundur þessa pistils sendi
öðrum foreldrum barna við skólann haustið 1990, var m.a. spurt: „Hvað viljum við?
Foreldra- og kennarafélag? Foreldrafélag? Bekkjarfélög sem mynda samtök foreldra við
skólann?"22
Niðurstaðan varð sú að stofna ekki hefðbundið foreldrafélag heldur beina kröftunum
að svonefndum bekkjarfélögum. Foreldrar, kennarar og nemendur hvers bekkjar rnynda
með sér félag. Hvert bekkjarfélag er sjálfstæð eining sem starfar samkvæmt eigin
reglum. Samkvæml því getur starfsemi bekkjarfélaganna verið mismunandi og
mismikil, allt eftir áhuga félagsmanna, hugkvæmni, tíma og aðstæðum. Bekkjar-
félögunum er í sjálfsvald sett hversu mikil samvinna er við aðra bekki og árganga.
Guðni Olgeirsson og Margrét Harðardóttir 1992.
Hrólfur Kjartansson 1981.
22 Hrólfur Kjartansson 1990.
141