Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 144
Hrólfur Kjartansson
Þetta fyrirkomulag hefur marga kosti. Athyglin beinist að hverjum bekk fyrir sig,
mun meiri líkur eru á almennri þátttöku foreldra, ábyrgðin dreifist á marga,
fyrirkomulagið er einfalt, sveigjanlegt og gefur kost á að laga starfið að aðstæðum
hvers bekkjar. Viðfangsefni, sem hvert félag ákveður að beita sér fyrir, verða raunhæf
og viðráðanleg. Foreldrar, kennarar og nemendur hvers bekkjar kynnast innbyrðis í leik
og starfi. Samskipti skóla og heimila verða eðlileg, skiljanleg og auðveld.
Foreldrar barna í Hvaleyrarskóla brydduðu upp á fleiri nýjungum. í stað þess að
stofna hefðbundið foreldrafélag, mynduðu bekkjarfélögin með sér samtök. Þessi samtök
starfa eftir fáum og einföldum reglum en hafa ekki formleg lög. Það er ekki haldinn
aðalfundur heldur svokallaður ársfundur. Þar fara ekki fram kosningar heldur er áhersla
lögð á fræðslu, upplýsingar og skoðanaskipti, og ekki síst að kynna starfsemi bekkjar-
félaganna. í stað stjórnar mynda svokallaðir tengiliðir bekkjarfélaganna einskonar
foreldraráð. í stað formanns er valinn talsmaður samtakanna. Samtökin hafa engan
gjaldkera því engum peningum er safnað. Tími, orka og fyrirhöfn foreldranna beinist að
öðru.
Reynslan til þessa hefur sýnt ótvírætt að formið, sem hér hefur verið lýst, er
heppilegt. Einkum er áberandi hve almenn þátttaka foreldra er. í stað þess að vinna
lendi á fáum útvöldum, t.d. stjórn og bekkjarráðum, eru flestallir foreldrar virkir og bera
ábyrgð. Möguleikar á því að foreldrar kynnist námi og kennslu og taki beinan þátt í
skólastarfinu aukast. En það er ekki aðeins formið sem skiptir hér máli. Ahugi og
samstarfsvilji starfsmanna skólans skiptir sköpum. í dæminu frá Hvaleyrarskóla fór
þetta tvennt saman. Skólastjóri og kennarar hafa haft forgöngu um að beina áhuga
foreldra á samvinnu við skólann inn á daglegt nám og kennslu. Ber þar hæst þátttöku
foreldra í „Markvissri málörvun" sem skólastjórinn, Helga Friðfinnsdóttir, hefur þróað
um nokkurra ára skeið.
Hvað er framundan?
Margt bendir til þess að áherslur í samstarfi heimila og skóla á næstu árum muni
breytast á þann veg að foreldrar taki beinni þátt í námi og kennslu, og stefnumótun
hvers skóla eða bekkjar en áður. Skólar hafa yfirleitt aukið og bætt streymi upplýsinga
til heimila og áhugi foreldra á innra starfi skóla fer vaxandi.23 Með aukinni vitneskju
um hvað fram fer í skólanum, auknum kynnum foreldra af skólastarfi og aukinni
fræðslu um skólamál, hlýtur foreldrum að vaxa ásmegin og þor til að láta til sín taka
og hafa skoðanir á námi og kennslu, allt eins og á leiktækjum og félagslífi barna og
unglinga.24
í sumum tilvikum er beinlínis farið að gera ráð fyrir beinni þátttöku foreldra í
náminu. Dæmi um slíkt er námsefnið „Að ná tökum á tilverunni“ sem upphaflega er
ætlað að styrkja fíknivarnir. Námsefnið er ekki einungis ætlað nemendum heldur er
foreldrum og forráðamönnum einnig séð fyrir efni og gert ráð fyrir virkri þátttöku
23 Skólanámskrárgerð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Flestir skólar senda
foreldrum reglulega upplýsingabæklinga, starfsáætlanir eða skólanámskrár.
24 Lauritsen (1990) lýsir athyglisverðri tilraun til að auka þátttöku og ábyrgð foreldra í
daglegu skólastarfi.
142