Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 145
Hrólfur Kjartansson
þeirra.25 Foreldrarnir styrkja ekki einungis viðleitni skólans heldur eru þeir einnig í
vissum skilningi orðnir nemendur og kennarar.26 Svipað má segja um námsefnið
„Lífsgildi og ákvarðanir" sem ætlað er til kynfræðslu í grunnskólum. Námsefnið er
þannig byggt upp að vissa hluta þess „læra“ nemendur og foreldrar saman heima.27
Heimanám er mikilvægur þáttur náms í grunnskólum. Með heimanáminu teygir
skólinn sig inn á heimilin og má til sanns vegar færa að með því móti hafi skólinn
stjórn á tíma nemenda og foreldra utan skólatíma. Avinningur af heimanámi er margs
konar.
- í heimanámi er fólgin ögun. Nemendur læra að læra annars staðar en í
skólanum.
- Heimanám eykur tíma til náms. Það er útilokað að komast yfir allt á
skólatímanum. Tímann utan daglegrar skólaveru verður að nýta. Því skemmri
sem dagleg eða árleg viðvera í skóla er því mikilvægara er að nýta tímann
heima til skipulegs náms.
- Með heimavinnu má efla sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og ábyrgð
nemenda á náminu. Heimavinna kennir nemendum að skipuleggja tíma sinn.
- Heimavinna styrkir námið sem fram fer í skólanum. Með henni geta
nemendur tengt saman ólíkar námsgreinar og viðfangsefni og notað þekkingu
sína, skilning og færni, sem þeir hafa öðlast á ýmsan hátt, til gagns á
ólíkum sviðum.
- Heimanám tengir saman skóla og heimili. Foreldrar vita betur hvað er að
gerast í skólanum og bera hluta af ábyrgðinni á námi barna sinna.28
Á síðustu árum hefur staðið talsverð umræða um læsi og lestur. Margir aðilar hafa
tekið saman liöndum um að stuðla að auknum lestri barna og unglinga.29 Átak af
þessu tagi verður hvorki fugl né fiskur nema allir leggist á eitt og er hlutur heimilanna
ekki sístur. Skólinn einn hefur einfaldlega ekki ráð á öllum þeim tíma sem
nauðsynlegur er til að þjálfa lestrarhæfni og lesskilning. Tími utan skólans þarf því að
koma til svo hægt sé að ná sem mestum árangri. Áhugi, stuðningur og þátttaka
foreldra í slíkum verkefnum er mikils virði enda ætti foreldrum að vera ljúft að styðja
við lestrarnámið.
Vilja foreldrar sinna slíkum verkefnum? Þrátt fyrir að mestöll orka og tími foreldra
hafi til þessa farið í fjáröflun, umferðarmál, leikvelli, félagslíf nemenda og önnur
verkefni í þeim dúr, oft með frábærum árangri, virðist ljóst að foreldrar vilja láta sig
skipta kjarna skólastarfs, þ.e. nám og kennslu. í könnun, sem SAMFOK gerði haustið
1991, var m.a. spurt hvaða verkefnum foreldrafélög ættu helst að sinna. Svörin sýna að
25 Aldís Yngvadóttir 1990.
26 Hér er ekki átt við að foreldrar gangi inn í störf kennara lieldur að þeir veiti
kennslunni stuðning og aðhald á skipulegan hátt. í flestum tilvikum er nauðsynlegt
að að slík aðstoð sé undir stjórn kennara. Sjá Gylfa Guðmundsson 1991 og Kristján
Sigurjónsson 1991.
27 Sjá námsefnið Lífsgildi og ákvarðanir.
28 LaConte og Doyle 1986.
29 Sjá Ernu Árnadóttur og Ingibjörgu Frímannsdóttur 1991.
143