Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 146
Hrólfur Kjartansson
foreldrar vilja eiga mun meiri þátt en hingað til í umfjöllun um mál eins og
stundaskrár, námsefni, fjölda í bekk, kennslutæki og markmið náms og kennslu. 30
Vilja kennarar að foreldrar sinni verkefnum af þessu tagi? Það er yfirlýst stefna
Kennarasambands íslands að foreldrar þurfi að eiga kost á beinni þátttöku í skólastarfi:
„Kennarasamband Islands telur að þátttaka foreldra eigi að vera fastur og sjálfsagður
þáttur í skólastarfi bæði á grunnskólastigi og framhaldsskólastigi.“31
Víkjum aftur að hugmyndinni um eins konar landssamtök foreldrafélaga sem virðist
vera að vakna á ný. Fram til þessa hefur ekki verið knýjandi þörf fyrir slík samtök en
eftir því sem gert er ráð fyrir formlegri þátttöku foreldra á fleiri sviðum, eykst þörf fyrir
formleg samtök. Fram til þessa hefur SAMFOK verið einu samtökin sem t.d.
Námsgagnastofnun hefur getað snúið sér til um tilnefningu fulltrúa foreldra í stjórn
stofnunarinnar eins og lög kveða á um. SAMFOK nær hins vegar einungis til
Reykjavíkurumdæmis.32 Enda þótt SAMFOK hafi staðið sig með afbrigðum vel í að
koma sjónarmiðum foreldra á framfæri, er þörf á stærri heildarsamtökum sem taka til
landsins alls.33
í þessum efnum getum við lært ýmislegt af nágrönnum okkar á Norðurlöndum. í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa landssamtök foreldra starfað um langan
aldur. Slík heildarsamtök eru viðurkennd af fræðsluyfirvöldum og sóst er eftir þátttöku
þeirra í umfjöllun um skólamál og ákvörðunum á því sviði.34
Foreldrafélög og samtök foreldra hér standa nú á krossgötum. A næstu árum ræðst
hvort ábyrgð og þátttaka foreldra í hinu daglega skólastarfi eykst. Foreldrar standa
einnig frammi fyrir nokkrum valkostum varðandi samstarf á landsvísu. Einn kosturinn
er að láta gömlu hugmyndina um Landssamtök foreldrafélaga verða að veruleika með
formlegum stofnfundi þeirra félaga sem kjósa að vera með í slíkum samtökum.
Annmarki á þessari leið er t.d. sá að vandséð er hvernig foreldrar, sem ekki hafa myndað
með sér félag, verða fullgildir þátttakendur í Landssambandi foreldrafélaga.35 Önnur leið
er að mynda fyrst svæðasambönd foreldrafélaga, t.d. í fræðsluumdæmum, sem síðan
tengjast saman í heildarsamtök. Þessi leið krefst vafalaust nokkurs tíma. í þriðja lagi
má hugsa sér að valið sé einskonar landsráð foreldra eftir ákveðnum reglum. Landsráð
30 Guðni Olgeirsson og Unnur Halldórsdóttir 1991.
3 * Skólastefna, bls. 5.
32 Reykjavík er eitt átta fræðsluumdæma landsins en jafnframt eitt skólahverfi með
mörgum grunnskólum. Við hvern grunnskóla er foreldrafélag. Saman mynda félögin
SAMFOK. í öðrum fræðsluumdæmum eru mörg og dreifð skólahverfi þar sem oft er
einungis einn grunnskóli og e.t.v. ekki foreldrafélag.
3 3 Nefna skal fleiri samtök sem vinna að málefnum barna og unglinga á landsvísu, s.s.
Foreldrasamtökin, Foreldrafélag misþroska barna, Foreldrafélag barna með
lesörðugleika, Vímulausa æsku - foreldrasamtök og Barnaheill.
34 Sænsku foreldrasamtökin, Hem och skola, héldu upp á 100 ára afmæli í byrjun árs
1992.
33 Benda má á í þessu sambandi að ýmsum erfiðleikum er bundið fyrir t.d. foreldra
héraðsskólanemenda að mynda með sér félag.
144