Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 147
Hrólfur Kjartansson
foreldra gæti verið málsvari foreldra almennt og sá aðili sem fræðsluyfirvöld, samtök,
félög og stofnanir gætu snúið sér til.36
Hvernig svo sem staðið yrði að heildarsamtökum foreldra eða foreldrafélaga er ljóst
að slíkur vettvangur þarf að vera til. Með því móti má efla og auka áhrif foreldra
almennt í skólamáluin. Hlutverk slíkra samtaka hlyti að verða að gæta hagsmuna
nemenda og foreldra, og beita sér fyrir umbótum í skólamáluin. Markmiðum af þessu
tagi má ná með margvíslegu móti. Þörfin fyrir fræðslu og upplýsingar um skólakerfið,
nám og kennslu, rétt nemenda og foreldra þeirra er augljós. Það er full þörf á að
foreldrar fylgist með hvernig ríki, sveitarfélög, einstakir skólar og kennarar skila
hlutverki sínu. Foreldrar þurfa líka að líta í eigin barm og spyrja áleitinna spurninga
um uppeldislegar skyldur sínar og ábyrgð.
Niðurlag
í þessum pistli hefur verið reynt að draga fram ýmsar hliðar á samvinnu heimila og
skóla. Rakin hefur verið þróun samstarfs heimila og skóla í stórum dráttum, staldrað
við markverða atburði og reynt að greina í hvaða áttir þróunin hefur stefnt.
Foreldrum er á ýmsan hátt tryggður réttur til að hafa afskipti af skólamálum en hafa
ekki almennt notfært sér hann. Skólastjórar og kennarar virðast í vaxandi mæli draga
sig út úr félögunum. Foreldra- og kennarafélög eru að breytast í foreldrafélög. Ýmislegt
bendir og til þess að samvinna foreldra og kennara sé að breytast. Bekkurinn sé að verða
kjarni samstarfsins.
Enda þótt starfsemi foreldrafélaga snúist enn að mestu leyti um hinn ytri ramma
skólastarfsins bendir margt til að áhugi foreldra á námi og kennslu sé að aukast.
Greinilegur áhugi er á því að sameina foreldrafélög í stærri samtök og þörf fyrir
einskonar landssamtök verður æ ljósari.
Heimildir:
Aldís Yngvadóttir. 1990. Aö ná tökum á tilverunni. Skýrsla um Lions Qest verkefnið.
Reykjavík, menntamálaráðuneytið.
Aðalnámskrá grunnskóla. Reykjavík, menntamálaráðuneytið, 1989.
Asgeir Guðmundsson. 1970. Foreldrasamtök í Hlíöaskóla. |Obirt erindi, flutt á kynningar-
fundi í Hlíðaskóla 11. maí.]
Erna Árnadóttir [og] Ingibjörg Frímannsdóttir. 1991. Ár lœsis á íslandi. Yfirlit yfir helstu
verkefid á ári lœsis 1990. Reykjavík, menntamálaráðuneytið.
Frumvarp til laga um grunnskóla. Alþingistíðindi A. 1973:212-237.
Greinargerð með frumvarpi til laga um grunnskóla. Alþingistíðindi A, 1973:238-291
Grunnskólinn okkar. Rit til foreldra. Reykjavík, menntamálaráðuneytið, 1991.
Guðni Olgeirsson og Margrét Harðardóttir. 1992. Úrvinnsla úr vorskýrslum 1990-1991.
Reykjavík, tnenntamálaráðuneytið.
^ í Noregi velur menntamálaráðherra svokallað „Forældreutvalg" eða „Foreldraráð" sem
er ráðherra til ráðuneytis í skólamálum. Ráðinu eru tryggðir fjármunir í fjárlögum til
að halda uppi fræðslu- og upplýsingastarfi og halda tengslum við aðra sambærilega
aðila.
145