Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 149
Uppeldi og menntun 1 (1): 147-164
s
Ingóljur A. Jóhannesson
Af vettvangi íslenskra
menntaumbóta:
Kennarafrœöi sem kapítal
Inngangur
Það virðist nokkuð almenn skoðun hugsjónafólks, sem starfað hefur að skólaumbótum
og námsefnisgerð sl. aldarfjórðung, þ.e. frá stofnun Skólarannsókna menntamála-
ráðuneytis árið 1966, að of lítið hafi breyst f því starfi sem fram fer í almennum
skólum. Fullyrða má að breytingar í kjölfar námsefnisgerðar og ráðgjafarstarfs á vegum
Skólarannsókna, sem fljótlega voru gerðar að deild í ráðuneytinu, urðu ekki þær sem
íhaldssamir andstæðingar gáfu í skyn á öndverðum níunda áratugnum.1 Hins vegar
gætir mikilla áhrifa af starfi Skólarannsóknadeildar, t.d. í skólamálaumræðu
Kennarasambands Islands og í stofnunum eins og Kennaraháskóla Islands og fræðslu-
skrifstofum. Ennfremur varð starf deildarinnar hvati að því að fjölmargt fólk leitaði sér
framhaldsmenntunar erlendis á sviði uppeldisvísinda.
1 þessari ritgerð ætla ég ekki að dæma um hvernig tókst til við að bæta kennslu eða
hverju þurfi enn að breyta í íslenskum skólastofum, heldur kanna ég á hvern máta
skólapólitískum hugmyndum hefur lostið santan á vettvangi sem ég nefni félagslegan
baráttuvettvang íslenskra menntaumbóta á sl. 25 árum.2 Meginhluta ritgerðarinnar er
varið til að rissa upp mynd af skólapólitískum átökum á vettvangi menntaumbóta þar
sem takast á ekki færri en sex söguleg löggildingarlögmál. Einkum beini ég sjónum að
nýrri tegund kapítals, sem ég hefi kosið að nefna kennarafræðakapítal, í tengslum við
umræður um fagvitund kennara á sl. áratug.
Athugun þessi er byggð á aðferðum við þjóðfélagsrannsóknir, mótuðum af
sagnfræðingnum Michel Foucault og félagsfræðingnum Pierre Bourdieu. Báðireru þeir
Frakkar en mikið er til af verkum þeirra á enskri tungu eða þýskri og eitthvað á
Norðurlandamálum. Þar sem lítið er til á íslensku um þetta efni þykir mér rétt að
kynna hér stuttlega nokkur af helstu hugtökum og aðferðum sem ég hef lagað að
rannsóknarefni mínu. Þessi hugtök eru félagslegur vettvangur, kapítal, þrástef, söguleg
löggildingarlögmál og niðjatalssagnfræði.
Fyrst skal greint frá hugtakinu félagslegur vettvangur. Eg lít á togstreitu nýrra
hugmynda og gamalla sem átök á félagslegum vettvangi menntaumbóta. Sérhver
1 Um þetta vitna t.d. rannsóknir Ingvars Sigurgeirssonar 1988 og 1992.
2 Þessi ritgerð byggir að mestu á efni úr doktorsritgerð minni, The Formation of
Educutional Reform as a Social Field in lceland and the Social Strategies of
Educationists, 1966-1991, sem varin var við Wisconsin-háskóla í Madison þann
23. apríl 1991. í þessari grein er tæpt á mörgu sem þar er rækilegar útskýrt. Vísa ég
til ritgerðarinnar sem IÁJ 1991 hér eftir.
147