Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 152
Ingólfur Á. Jóhannesson
að kapítali og hvernig það gerist. Átökin um merkingu þrástefja fara fram á
félagslegum vettvangi og heppileg aðferð við að skoða ferlið er niðjatalssagnfræði.
Hér á eftir beini ég fyrst sjónuin mínum að þrástefjum í hugmyndum og verkum
Skólarannsóknadeildar enda gáfu þær hugmyndir tóninn í umræðum í deilum um
kennaramenntun sem hafa orðið æ fyrirferðarmeiri á vettvangi íslenskra menntaumbóta.
Ég hefi greint sex löggildingarlögmál á vettvangi íslenskra menntaumbóta. Þau raðast á
þrjá ása. Þessir ásar eru hugsaðir í hnattlaga þrívídd þar sem hugmyndir eru dregnar út
að skautunum, oft í þeim tilgangi að greina þær frá öðrum hugmyndum.
Fyrsti ásinn er umbótaás. Á honum eru tvö skaut: annað einkennist af tækni- og
vísindahyggju, hitt er barnvinsamlegt15 og lýðræðislegt. Til einföldunar skulum við
kalla þau tækniskaut og lýðræðisskaut. Næsti ás er sögulegur ás. Á honum er annað
skautið sjálf umbótastefnan í öllum sínum tilbrigðum, þ.e. umbótaskautið, en hitt
skautið kýs ég að kalla hefðarstefnuskaut. Loks er það ás sem hefur mótast eftir að
akademísk námskipunar-, uppeldis- og kennslufræði urðu áberandi í menntamála-
umræðu hér á landi. Þessi fræði mynda sérstakt skaut á ás sem mætti nefna háskólaás.
Á hinu skautinu eru hefðbundin akademísk fræði, svo sem íslensk fræði, sagnfræði,
líffræði og heimspeki. Líklega eru félagsvísindi almennt þar á milli en þó tel ég að
námskipunar-, uppeldis- og kennslufræði eigi miklu meira undir högg að sækja á
akademískum vettvangi en t.d. félagsfræði og sálarfræði. Ég nefni þessi skaut
kennarafræðaskaut og hefðbundið akademískt skaut.16
Um tengsl lýdrœöis- og tœkniskciuta í umbótastefnunni
Enda þótt umbótastefnan kunni að hafa sýnst allheilsteypt út á við, og þótt umbótafólk
stæði yfirleitt saman í harkalegum deilum á borð við samfélagsfræðadeiluna veturinn
1983-1984 er ekki til lengdar unnt að halda loki ofan á pottinum sem hugmyndasjóður
umbótafólks kraumar í. Þar ægir saman mörgum og ólíkum hugmyndum. Meðal
þrástefja umbótastefnunnar má nefna barnvinsamleg viðhorf, blöndun í bekki,
hópvinnu, jafnréttishyggju, samþættingu námsgreina, þróunarsálarfræði Piagets og
Kohlbergs, námskipunarfræði Tylers, Taba og Blooms, virkni nemenda, námsmat sem
ferli, uppgötvunarnám, handfjötlunarnám og trú á að skólinn geti stuðlað að framförum
í þjóðfélaginu. Meintur árangur af starfi opinna skóla er einnig mikilvægt þrástef í
umræðu umbótasinna.17
Um margt standa þrástefin í mótsögn hvert við annað en ég tel að unnt sé að útskýra
slíkar mótsagnir sem togstreitu milli tæknihyggju18 annars vegar og lýðræðishyggju
hins vegar. Með tæknihyggju á ég m.a. við trú á að tæknilegar lausnir séu til við
flestum vanda. Um hana segir Páll Skúlason: „Tæknihyggja er sú trú að við eigum að
beita tæknilegri hugsun að öllum vandamálum, sem felur þá í sér að við leiðum ekki
' ^ Barnvinsamlegt er þýðing á enska orðinu „child-centred“.
' ^ Sjá samantektir í IÁJ 1991, köflum 5.3 og 8.1.
Sjá t.d. Ingvar Sigurgeirsson 1983; sjá einnig IÁJ 1991:166-167.
* ^ Mismunur á hugtökunum tæknihyggja („technological view“) og vísindahyggja
(„scientism") í umræðu minni hér er e.t.v. ekki mjög mikill enda er hvoru tveggja
vísvitandi stillt upp sem óvinum lýðræðishyggju.
150