Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 153
Ingólfur A. Jóhannesson
hugann að markmiðunum. Eða göngum að því vísu að þau séu sjálfgefin, eða réttara
sagt, að við gefum þau okkur sjálf, höfum sjálfdæmi um þau.“ Einnig segir Páll að
tæknihyggjan sé „blind á allt annað en notagildi hlutanna og líka manneskjunnar, því
að hún leiðir aldrei hugann að því sem hefur sjálfstætt gildi.“19 Vísindahyggja er skyld
tæknihyggju. Það orð vísar til þeirrar hugmyndar að rannsóknaraðferðir upprunnar í
raunvísindum séu öðrum aðferðum fremri. Eg legg á hinn bóginn áherslu á að þrátt
fyrir ágæti raunvísinda eru þau jafn fjarri því að vera fullnægjandi til að útskýra veröld
nútímans og t.d. guðfræði í Evrópu eftir að veldi kaþólsku kirkjunnar hafði verið
hnekkt. Vísindahyggja hefur haft mikil áhrif á íslenska uppeldisfræði og raunar á
uppeldisfræði í mörgum öðrum vestrænum löndum, ekki síst Bandaríkjunum, vegna
styrkrar stöðu sálarfræði innan uppeldisfræða í þessum heimshluta. I samræmi við
þetta flokka ég óbeislaða trú á vísindi og oftrú á einfaldar lausnir á borð við t.d.
námskrárgerð sem tákn um tæknihyggju. Trú á það að hugmyndir þróist í átt til
fullkomnunar er einnig tákn um tæknihyggju. A hinn bóginn tel ég kröfugerð um
jafnréttissinnaðan og barnvinsamlegan skóla vera tákn um lýðræðishyggju.20
Skiptingin í tækni- og lýðræðishyggju er ekki byggð á þekkingarfræðilegum mun,
heldur á mati á því hvaða hugmyndir hafa tekist á um gengi á vettvangi menntaumbóta
á hverjum tíma. T.d. ríkti í fyrstu talsverð trú á pósitífísk atferlismarkmið og
flokkunarkerfi (taxónómíu) Bandaríkjamannsins Benjamins Bloom. Síðar komst
dfalektísk þróunarhyggja svissneska sálfræðingsins Jeans Piaget til metorða meðal
umbótasinna. Wolfgang Edelstein heldur því fram í erindi, sem hann gerði fyrstu drög
að árið 1981, að umbótastefna Skólarannsóknadeildar hafi þróast frá hinu fyrrnefnda,
sem hann vísar til sem vélræns líkans, í átt til aukinnar áherslu á þróunarhyggju, sem
hann vísar til sem lífræns líkans. Munur þessara líkana er þó ekki jafn mikill og skilja
má á máli Wolfgangs. Bæði eru kerfin byggð á vísindahyggju og auk þess notaði
Wolfgang taxónómískt flokkunarkerfi til að komast að niðurstöðunni um mismun
kerfanna. Wolfgang telur hins vegar að framsókn hins lífræna líkans sé til vitnis um
framfarir á sviði námskrárgerðar á íslandi og gerir það þannig að sínu kapítali.21
Fleiri atriði en hið vélræna líkan tóku breytingum. Má þar nefna fráhvarf flestra
umbótasinna frá trú á fjármagnskenninguna um fólkið.22 Einnig dró tnjög úr áherslu
þeirri sem lögð var á það á áttunda áratugnum að gera ítarlegar og markmiðsgreindar
19 Páll Skúlason 1991:61
Hér er ekki rúm til að skilgreina hvað felst í hugtakinu lýðræði sem er notað á
margvíslegan hátt í umræðum um skólamál. Umbótasinnar tefla slagorðinu
lýðræðislegt skólastarf oft fram sem því sem gæti orðið ef hinu ólýðræðislega
skólastarfi gamla skólans yrði linekkt. Eg tefli því fram sem andstæðu trúarinnar á
einfaldar lausnir.
Wolfgang Edelstein 1988; sjá einnig IÁJ 1991:112-113 og 164-165.
““ Fjármagnskenning um fólkið (mannauðskenningin) er hér notað fyrir hugtakið
„human capital theory" sem var geysivinsælt í vestrænum hag- og félagsvísindum
um þær mundir er starfsemi Skólarannsókna var hrundið af stað á miðjum sjöunda
áratugnum. Ég geri grein fyrir því hvað varð um slíkar hugmyndir í doktorsritgerð
minni (IÁJ 1991:171-172 og 310). Þar held ég því fram að kapítal þessarar
kenningar hafi orðið nánast ekkert á vettvangi menntaumbóta. Um annars konar mat
á mikilvægi þessarar kenningar hér á landi, sjá Þorstein Gunnarsson 1990.
151