Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 158
Ingólfur Á. Jóhannesson
nefnilega saman um að mikill munur væri á hefðbundnu skólastarfi og skólastarfi í
anda umbótastefnu Skólarannsóknadeildar. Gildir þá einu þótt þessir tveir hópar væru
ósammála um annað. Umbótunum var nefnilega beint gegn kerfi sem álitið var óhæft f
lýðræðislegu og vísindalegu nútímaþjóðfélagi. Ef íhaldið í landinu og aðrir hefðar-
sinnar álitu nýtt námsefni og nýjar aðferðir varhugaverð, var það þá ekki einmitt
sönnun þess að ástæða væri til þess að breyta skólastarfinu í þessa átt? Þannig held ég
því fram að umbótasinnar hafi yfirleitt styrkst í trúnni við mótbyrinn. íhaldsáróðurinn,
þrátt fyrir að hann væri oft byggður á mikilli vanþekkingu, hjálpaði umbótafólki við
að skapa og styrkja þá ímynd að hin nýja uppeldisfræði væri ólík hinni gömlu og að
hún gæti stuðlað að lýðræðislegra og vísindalegra skólastarfi en „gamli skólinn" var
fær um.
Um kennarafrœði sem löggildingarlögmál
Á síðustu árum hefur starfsemi Kennaraháskóla íslands stóreflst og fólki með fram-
haldsmenntun í kennarafræðum af ýmsu tæi hefur fjölgað verulega. Með kennara-
fræðum á ég við þau fræði er lúta að starfi kennarans, þ.e. námskipunarfræði, uppeldis-
fræði, almenna kennslufræði, kennslufræði einstakra námsgreina eða greinaflokka,
uppeldissálarfræði og menntunarfélagsfræði. Þótt kennarafræði hafi að sjálfsögðu verið
kennd frá upphafi kennaramenntunar á íslandi komst orðið sjálft, kennarafræði, fyrst
inn í almenna umræðu þegar það var notað í nýjum lögum um Kennaraháskóla íslands
sem sett voru árið 1988.47 í lögunum segir að í kennarafræðum skuli lögð „áhersla á
þau faglegu vinnubrögð sem grunnskólakennarar þurfa að tileinka sér til að stunda
kennslu og uppeldisstörf' (14. gr.). Þar segir einnig að kennarafræðum tilheyri
umfjöllun um eðli og inntak námsgreina grunnskólans, ásamt kennslufræði, og að það
skuli fara fram æfingakennsla og starfsþjálfun í skólum undir leiðsögn og umsjón.
Þessi ákvæði um kennarafræði eru svo útfærð á ítarlegri hátt í Námskrá fyrir almennt
kennaranám sem gefin var út árið 1991.
Kennarafræði, sem oftast hafa verið nefnd uppeldis- og kennslufræði á íslensku, eiga
undir högg að sækja, jafnt á pólitískum vettvangi sem á akademískum. í því efni
skulum við hafa í huga hversu stutt er síðan farið var að kenna félagsvísindi við
íslenska háskóla. Þá gjalda kennarafræði þess að algengt er að litið sé á kennaranám
sem starfs- og réttindanám fyrst og fremst, jafnvel af menntamálaráðherra. í
samtalsþætti í útvarpi í lok ágúst 1991 var Ólafur G. Einarsson gagnrýndur fyrir að
stytta kennaranámið úr fjórum árum í þrjú með nokkurra daga fyrirvara. Fyrirspyrjandi,
Guðlaug Lewis, nýnemi í Kennaraháskólanum, kvaðst t.d. hafa hafnað skólavist
erlendis, sagt upp atvinnu sinni og sótt um skólavist þar á þeim forsendum að búið
væri að lengja námið og hún fengi þar af leiðandi sérhæfðari menntun í fagi sínu.
Ólafur brást við með því að segja: „Þú færð að sjálfsögðu þín fullgildu kennararéttindi
eftir því kerfi sem við höfum búið við .,.“.48 Ég fæ ekki betur séð en að ummæli
^ Orðið kennarafræði hefur líklega fyrst verið prentað á jólakorti og þakkarávarpi
Brodda Jóhannessonar sem hann sendi vinum og samstarfsfólki að liðnu
sjötugsafmæli sínu. Orðið lærði Broddi af Lárusi Rist (Broddi Jóhannesson 1986).
^ Ólafur G. Einarsson 1991.
156