Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 159
Ingólfur A. Jóhannesson
ráðherra séu ágætt dæmi um hið útbreidda viðhorf að tilgangur kennaramenntunar sé
einkum sá að veita tiltekin starfsréttindi.
Þetta kemur þó alls ekki í veg fyrir að unnt sé að skapa kapítal úr kennarafræðum á
baráttuvettvangi menntaumbóta, kapítal sem án nokkurs vafa hefur lágt gengi víðast
annars staðar. Kennarafræðakapítal49 byggist á því kapítali sem barnvinsamleg viðhorf
og jafnréttissinnuð lýðræðishyggja hafa á meðal umbótafólks. Það byggist einnig á
vísindahyggju, virkni-uppeldisfræði og meintum árangri opinna skóla. Þá byggist
kennarafræðakapítal á því að uppeldisfræðin, sem mótaðist, t.d. í tengslum við starf
samfélagsfræðihópsins á áttunda og níunda áratugnum, sé íslensk afurð en ekki innflutt
vara.50 En kennarafræðakapítal byggist einnig á starfi brautryðjenda um akademíska
kennaramenntun, ekki síst Brodda Jóhannessonar og Jónasar Pálssonar, sbr. hér að
framan. Hugmyndir þeirra, einkum hugmyndir Brodda, hafa Ólafur J. Proppé, Sigurjón
Mýrdal og Bjarni Daníelsson kannað og komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið
megintalsmaður nýrra sjónarmiða um fagvitund kennara.51 Það er hins vegar í
tengslum við fagvitundarumræðuna á níunda áratugnum sem áður tiltölulega einangruð
sjónarmið um nauðsyn þess að leggja áherslu á sérstaka starfsvitund kennara urðu
nánast allsráðandi á vettvangi menntaumbóta.52 A sama tíma fjölgaði mjög fólki með
framhaldsmenntun í námskipunar-, uppeldis- og kennslufræðum, og í skyldum greinum
á borð við uppeldissálarfræði og menntunarfélagsfræði.
Brautryðjendur akadentískrar kennaramenntunar lögðu mikla áherslu á að
kennaramenntun væri starfsmenntun og sá þáttur hennar yrði ætíð þróaður í nánum í
tengslum við hina akademísku þætti námsins. Líklega er það einmitt þetta atriði sem
er þýðingarmest í sköpun kennarafræðakapítals. I ávarpi, sem flutt var fyrir hönd
Kennaraháskólans á ráðstefnu um kennaramenntun í apríl 1986, sagði eftirfarandi:
Samanburður við Háskóla íslands er ýmsum örðugleikum bundinn enda er vafamál
hvort KHÍ hefur fyrirmyndir að sækja til HÍ eða annarra almennra háskóla um inntak
og aðferðir. Mikilvægara virðist íslensku samfélagi að starfsfólk KHÍ sýni metnað í
rannsóknum sínum, kennslu og öðrum störfum á sviði uppeldis- og skólamála til að
skapa sjálfstæða menntastefnu og stuðla að sérstæði stofnunarinnar sem vísindalegrar
fræðslu- og rannsóknastofnunar í eðlilegri þróun. Fullyrða má að stofnuninni miðar
vel áleiðis í þessu efni þrátt fyrir erfið starfsskilyrði.-53
Hliðstæð sjónarmið um sérstöðu kennaramenntunar og kennarafræða koma frain hjá
Ólafi J. Proppé, Sigurjóni Mýrdal og Bjama Daníelssyni í greiningu þeirra á straumum
og stefnum í kennaramenntun.54 Tengslin við starfsmenntun birtast einnig í orðinu
4Ú Fyrir þetta hugtak, kennarafræðakapítal, notaði ég orðin „curriculum theory capital"
í doktorsritgerð minni (IÁJ 1991:192-193 og 245-247). Ekki er nákvæm
samsvörun milli skilgreininga laga og námskrár á kennarafræðum og skilgreiningar
minnar á kennarafræðakapítali enda er umfjöllun mín hluti af átökum um livað
kennarafræði skuli verða.
Sjá ÍÁJ 1991:110-119 og Þorstein Gunnarsson 1990.
^ ' Sjá væntanlegt verk þeirra félaga.
•’“ Sjá einnig grein Sigurjóns Mýrdals í þessu riti: Hugmyndir um fagmennsku íslenskra
kennara.
Kennaraháskóli íslands 1986:57.
Væntanl.
157