Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 160
Ingólfur A. Jóhannesson
sjálfu, kennarafræði, sem er myndað á svipaðan máta og orðið læknisfræði, þ.e. fræðin
um starf kennarans og fræðin um starf læknisins. í þessu sambandi hefur hugtakið
akademísk starfsmenntun borið á góma í umræðum innan Kennaraháskólans til að lýsa
bæði menntun kennara og lækna.55
Kennarafræðafólk beitir sér fyrir þeirri ímynd56 um kennaramenntun að hún sé
frábrugðin annarri akademískri menntun og annarri starfsmenntun og er Námskrá Jyrir
almennt kennaranám, útgefin af Kennaraháskóla Islands, til vitnis um það. Engu að
síður á kennarafræðakapítal undir högg að sækja í ýmsum skotum á vettvangi íslenskra
menntaumbóta þar sem kapítal hefðbundinna akademískra greina hefur talsvert hátt
gengi og vanmat á gildi kennaramenntunar fyrirfinnst. Umfram flest annað tel ég
sköpun kennarafræðakapítals vera aðferð þeirra, sem hafa háskólamenntun á sviði
kennarafræða eða starfsreynslu á sviði menntaumbóta, t.d. við kennslu í opnum
skólum eða í Skólarannsóknadeild, við að greina sig frá þeim sent ekki hafa slíka
reynslu. T.d. er ljóst að ofangreind yfirlýsing, flutt í nafni Kennaraháskólans, nýtur
ekki einróma fulltingis þar á bæ enda eru þar einnig við störf prófessorar, dósentar,
lektorar og stundakennarar í greinum á borð við íslensku, líffræði og sagnfræði sem
kunna að líta svo á að hin hefðbundnu akademísku fræði séu þrátt fyrir allt mikilvægari
til að efla og löggilda kennaramenntun en kennarafræðin. Þessi hugmyndaágreiningur
þarfnast þó nánari athugunar á þeim straumum og stefnum sem ríkja í kennaramenntun
og einskorðast engan veginn við Stakkahlíðina þótt hér séu einkum tekin til athugunar
skjöl og ritgerðir sem þar hafa verið búin til.
Drögum nú saman það sem hefur verið sagt hér að ofan: A vettvangi kennara-
menntunar er tekist á um hugmyndir sem raðast á skaut þess áss er ég hefi nefnt
háskólaás. A öðru skautinu er hefðbundið akademískt kapítal sem á þessum vettvangi
birtist einkum í líki íslensku og stærðfræði. A því skauti ber einnig á hefðbundnu
kapítali námsgreina grunnskólans, ofnu úr þjóðernisstefnu í námsefnisvali,
safnaðarkennslu og staðreyndaprófum. A hinu skautinu er kennarafræðakapítal í Ifki
uppeldisvísinda af ýmsu tæi.57
Um kennarafræði sjá einnig grein Ólafs Proppé í þessu riti: Kennarafrœði,
fagmennska og skólastarf
56 Notkun orðins ímynd gæti misskilist þannig að ég telji að einkum sé um
yfirborðsmennsku að ræða í þessum átökum. Þvert á móti. Þegar ég tala um ímynd á
ég fyrst og fremst við þær hugmyndir um árangur sem fylgjendur tiltekinna kenninga
og aðferða leggja áherslu á að viðhalda og efla, eða hugmyndir um neikvæðar
afleiðingar sem andstæðingar þeirra leggja ekki minni áherslu á að skapa og auglýsa.
Smátt og smátt renna ímynd og inntak saman í eitt - ef það voru þá nokkurn tíma
skil þar á milli. En hvað sem öðru líður er ímynd nauðsynleg í baráttunni um hvað
getur orðið kapítal.
57 Sbr. t.d. Kennsluskrá Jyrir almennt kennaranám 1991, hugsaða fyrir fyrsta ár fjögurra
ára náms.
158