Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 161
Ingólfur Á. Jóhannesson
Dœmi um togstreitu kenncirafrœðakapítals og hefðbundins
akademísks kapítals
Gengi kennarafræðakapítals fer vaxandi. I hinni nýju námskipan Kennaraháskóla Islands
er hlutur hefðbundinna námsgreina grunnskóla með öðrum hætti en í fyrri skipan, þ.e.
þær eru nú hugsaðar sem hluti af kennarafræðum. Þannig eru þessar greinar sveigðar
undir kennarafræði, a.m.k. í formlegu skipulagi. Eg tel einnig að sú staðreynd að
grunnnám í íslensku og stærðfræði skuli samkvæmt lögum talinn hluti af kennara-
fræðum sé til marks um vaxandi gengi uppeldisvísinda og kennarafræða.58 Uppbygging
stjórnkerfis Kennaraháskólans sem akademískrar stofnunar á undanförnum fimm til tíu
árum, staðfest í lögunum frá 1988, er líka til marks um vaxandi gengi uppeldisvísinda
á hinum akademíska vettvangi.
Að fleiru þarf þó að hyggja er meta á gengi kennarafræðakapítals. Eg hefi valið til
skoðunar bókina Alitamál sem er safn ritgerða eftir fjóra kennara og stundakennara við
Kennaraháskóla íslands, þau Erlu Kristjánsdóttur, Baldur Hafstað, Sigurð Pálsson og
Stefán Bergmann.59 Ritið er til marks um þá togstreitu sem ríkir innan Kennara-
háskólans um ímynd og inntak kennaramenntunar. Það fjallar um álitamál í tengslum
við fjórar kennslugreinar, þ.e. samfélagsfræði, íslensku, kristin fræði og líffræði.
Ritið hefst á formála Erlu Kristjánsdóttur og grein hennar um álitamál í
samfélagsfræði er næst í röðinni. Með þeirri skipan, og þeirri röksemdafærslu sem Erla
kynnir í formálanum, eru álitamál hinna greinanna að nokkru leyti sveigð undir
forsendur umbótastefnu og kennarafræðakapítals. Greinin um samfélagsfræði hnykkir á
atriðum er snerta nauðsyn lýðræðis- og siðgæðisuppeldis á vísindalegum grunni. M.a.
notar Erla hugtakið „framsækin stefna“ (bls. 18) og leggur áherslu á að öll álitamál
(spurningar) séu „gildisspurningar" (bls. 21). Erla heldur því fram að þörf sé sérstakra
fræða til að fást við álitamál er snerta gildi.
Rökstuðningur Erlu er dæmi um vísindahyggjurök fyrir barnvinsamlegum og
lýðræðislegum markmiðum (sjá framar). M.a. notar hún Tylerlíkanið fræga til að ræða
námskipan (bls. 24-25). Meginþungi hinnar fræðilegu umræðu hennar liggur þó á því
hvers konar forsendum skuli beita við val námsefnis ef gera eigi menntun lýðræðislegri
en hún er. Þessi umræða snýst að verulegu leyti um siðgæðisuppeldi. Untræða Erlu er
ekki rígbundin við samfélagsfræði sem afmarkaða námsgrein, þ.e. umræðan er í anda
almennrar kennslufræði, og er luin þannig lóð á vogarskál kennarafræðakapítals.
Sem fyrr segir eru það forsendur kennarafræða sem eru meginforsendur bókarinnar.
Baldur Hafstað, Sigurður Pálsson og Stefán Bergmann hafa greinilega fallist á að rita
greinar með tilliti til röksemdafærslna um álitamál innan námskipunar- og
kennslufræða. Þetta merkir þó ekki að þeir hafi beygt sig undir forsendur kennarafræða-
kapítals í einu og öllu. A meðan Erla ræðir um hvernig skuli velja námsefni og
hvernig heppilegast sé að meðhöndla álitamál í kennslustundum, ræða hinir
höfundarnir, einkum Baldur og Sigurður, aðallega um hvað skuli kenna. Álitamálin
sem Erla leggur áherslu á eru einmitt einkennandi fyrir kennarafræða-kapítalið en
álitamál um inntak einkenna gjarna umræður um hefðbundnar námsgreinar. Álitamál
5^ Sjá 13. gr. laga um Kennaraháskóla íslands 1988.
59 Erla Kristjánsdóttir o.fl. 1989. Blaðsíðutöl í texta vísa til þessarar bókar.
159