Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 164
Ingólfur Á. Jóhannesson
legt og pólitískt viðfangsefni. Þar af leiðandi verður að íhuga ábyrgð kennara og
umbótafólks í samhengi við stjórnmál, sögu og menningu.
Eg legg áherslu á að bæði námsefnisvinnan sjálf og greining á henni er pólitísk
vinna ekki síður en akademísk vinna eða „professional" fagvinna. Engir algildir,
vísindalegir fagkvarðar geta skorið úr um „gæði“ námsefnis eða kennsluaðferða, heldur
snýst vandinn ekki síst um að telja sjálfum sér og öðrum fullorðnum trú um að
tilteknar hugmyndir séu góð latína í skólastofum. Þannig varð opni skólinn mikilvægt
þrástef í umræðu umbótafólks af því að það sá sig knúið til að benda á „lausn“ sem
væri nothæf í stað „gamla“ skólans. Lausnin, sem á var bent, var gjarna opið skólastarf
af því að slíkt starf gekk víðast hvar nokkuð sæmilega.
Sh'kar lausnir skapa sérstöðu eða ímynd sem verður órjúfanlegur hluti af því hvað er
nothæft sem kapítal á vettvanginum. Það er einmitt ímynd tæknihyggjunnar að til séu
tiltölulegar einfaldar lausnir (patent-lausnir) við flestum vanda. Imynd lýðræðis-
hyggjunnar er sú að hægt sé að nota skólann til að bæta menntun og auka lýðræði.
Sérstaða umbótastefnunnar er ímyndin um lýðræðislegan skóla sem notfærir sér
vísindalegar aðferðir til að efla lýðræði og lýðræðiskennd. Á vettvangi umbótaumræð-
unnar hefur hefðarstefnan, sem byggist á rótgróinni hugmynd um hinn gamla góða
skóla þar sem nemendur lærðu námsefnið af alúð og árvekni, lágt gengi. Þessi rótgróna
hugmynd er þó ekkert annað en ímynd sem einmitt gengur í berhögg við þá ímynd
umbótastefnunnar að gamla skólanum hafi ekki tekist að kenna nema lítið af því sem
nútímafólki er nauðsynlegt af því að hann var hvorki lýðræðissinnaður né vísindalegur.
í kennarafræðum, nú í upphafi tíunda áratugarins, er tekist á um tilgang og ímynd
kennaramenntunar, þ.e. um hvaða hugmyndir verði áhrifaríkasta kapítalið á vettvangi
hennar. Á kennaramenntun að vera stutt og „hagnýt“ starfsmenntun eða á hún að vera
nokkurra ára háskólanám? Á hún að fá að mótast á annan hátt en hefðbundin
háskólamenntun eða ætti að sníða hana eftir hefðbundnu akademísku námi eftir því sem
kostur er? Hvaða þýðingu hefur það að kennarafræði skuli hafa verið nefnd nafni sem er
myndað á svipaðan hátt og læknisfræði?
Á næstu árum verður svipt hulunni af svörum við þessum spurningum.
Heimildir
Adalnámskrú erunnskóla. Almennur hluti. - Dröe. |Reykjavík|, menntamála-
ráðuneytið. 1983.
Aldís Guðmundsdóttir, Erla Kristjánsdóttir, Hannes ísberg Ólafsson, Heimir Pálsson,
Svanhildur Kaaber og Torfi Hjartarson. 1986. Eiga kennarar að vera
kennslufræðingar? [Titill fenginn að láni úr greinarfyrirsögn eftir Guðmund
Magnússonf Kennaramenntun á krossgötum? Ráöstefna um kennaramenntun 25.-26.
apríl 1986 í Borgartúni 6, Reykjavík, bls. 15-26. [Bls. 22 og 26 vantar í það eintak
sem ég hef undir höndum].
Arnór Hannibalsson. 1986. Skólastefna. Gagnrýni á frœðilegar forsendur núverandi
skólastefnu islenska ríkisins ásamt tillögum til úrbóta. Reykjavík, Stofnun Jóns
Þorlákssonar.
Bourdieu, Pierre. 1984. Distinction. A Social Critique of the Judgement ofTaste. Ensk
þýðing: Richard Nice. Cambridge, Massachusetts, Harvard University Press.
162