Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 177
Jón Torfi Jónasson
landinu; menntun er fyrir alla og ekki skal síður kappkosta að mennta þá sem minna
geta; menntun er verkefni stjórnvalda; skóli skal vera sameiginlegur fyrir alla svo lengi
sem auðið er, og sérgreindir skólar skyldu vera í einni stofnun.6
Hér á eftir verður athuguð þróun unglingafræðslunnar í rúmlega eitt hundrað ár og
fyrst og fremst athugað hvernig hlutverk hennar hefur breyst. I þessari athugun er
athyglisvert að fylgjast með því hvernig þeim hugmyndum, sem ég hef dregið út úr
máli Jóns Sigurðssonar, farnast í þessari þróun. Ég læt fyrsta atriðið liggja á milli
hluta. Ég veit ekki hvort um það hefur enn náðst almennt samkomulag en þó held ég
að svo sé. Um annað og þriðja atriðið varð samstaða sem var staðfest fyrir barna-
fræðsluna með fræðslulögunum þegar árið 1907. Um fjórða atriðið er erfitt að segja en
með fræðslulögunum 1946 var gerð viss tilraun til þess að lengja sameiginlegan
skólatíma og það skref var að fullu stigið með lögum um grunnskóla 1974. Um
fimmta atriðið náðist viss samstaða með uppbyggingu fjölbrautakerfisins víða um land
á árunum 1975-1985.
Samrœming gagnfrœdasTigsins7
Það er ekki fyrr en á áttunda áratug 19. aldar að hreyfing fer að komast á unglinga-
fræðsluna.8 Starfsmenntun og almenn bókmenntun þróast hlið við hlið; mun meiri
gróska er í starfsmenntuninni til að byrja með þótt mörkin á milli hennar og almennrar
menntunar séu alls ekki skýr.9 Á síðari hluta 19. aldar og á fyrstu áratugum þeirrar
tuttugustu er almenn bókmenntun fyrst og fremst veitt í barnaskólunum, en einnig í
gagnfræðaskólunum á Möðruvöllum og í Flensborg, og í Kvennaskólanum í
Reykjavík. Það má svo deila um hvort fyrstu þrír bekkir Hins almenna menntaskóla10
tilheyrðu þessum flokki en þrír síðari bekkirnir voru undirbúningur undir háskólanám
sem fyrst og fremst var fyrir embættismenn.
Frá 1875 til 1910 var mikil gróska í starfsmenntun. Skólar voru stofnaðir fyrir
bændur, húsmæður, kennara, iðnaðarmenn, lækna, lögfræðinga, sjómenn og verslunar-
fólk svo dæmi séu tekin. Næst kom að almennu menntuninni. Lýðskólahugmyndin
^ Það má alls ekki taka það svo að ég sé að reyna að gera Jón Sigurðsson að höfundi
þessara sjónarmiða eða að til hans megi beinlínis rekja hve miklu þau réðu um íslensk
skólamál. Þau voru eflaust kunn öðrum íslendingum og réðu ferðinni víða í nágranna-
löndum okkar. En ég bendi á hve snemma þau eru með svo skýrum hætti grundvöllur
stefnumörkunar.
^ Ekki verður hér gerð grein fyrir skólasögunni í neinum smáatriðum og aðeins nefnd
örfá atriði sem sérstaklega tengjast efni þessarar greinar. Ymislegt gerðist í
skólamálum sem telja mætti að væri ekki í samræmi við þær grófu línur sem dregnar eru
hér, sbr. ýmislegt sem kemur fram hjá Helga Elíassyni (1946) í grein hans um skólamál
fram að stofnun lýðveldisins, m.a. um stofnun sérskóla á árunum frá 1910 til 1946.
^ Orðabók Menningarsjóðs segir að unglingur sé „ungur maður, á aldrinum 13 til 17-18
ára“ eða „íþróttamaður, 18-20 ára“. Hér er miðað við nokkuð rúma skilgreiningu
orðsins. Hægt væri að tala um ungmennafræðslu en samkvæmt orðabókinni er ung-
menni „unglingur, ung manneskja, 16-18 ára“ og því aðeins þrengra.
9 Kvennaskólarnir að Ytri-Ey og Laugalandi eru dæmi um skóla sem voru á mörkum þess
að flokkast sem almennir gagnfræðaskólar og starfsmenntunarskólar.
Þ.e. eftir að Lærða skólanum var skipt í tvær deildir með reglugerð árið 1904.
175