Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 179
Jón Torfi Jónasson
voru sett lög um hvert þessara skólastiga. í þessum lögum kom skýrt fram hve
vandasamt það getur verið að ákveða hvaða tilgangi skólar eiga að þjóna og hvernig
eigi að gera upp á milli þeirra. I markmiðsgrein laga um gagnfræðaskóla stendur:
Tilgangur gagnfræðanáms er sá að efla andlegan og líkamlegan þroska unglinga,
veita þeim lögboðna fræðslu, búa þá undir framhaldsnám í menntaskólum, sérskólum
og sérfræðinámskeiðum og undir ýmis störf sem krefjast góðrar almennrar
menntunar.14
Hér sást í fyrsta sinn hinn sérkennilegi vandi framhaldsskólans. Markmið
gagnfræðaskólans voru bæði almenn og mörg og allsendis óljóst hvort hægt væri að
sinna þeim öllum í einu eða hvort til skýrrar aðgreiningar þyrfti að koma með því að
búa til mismunandi brautir. Hann átti að sinna almennu menntunarhlutverki, það er efla
andlegan og líkamlegan þroska; hann átti að vera millistig og undirbúa undir önnur
skólastig og hann átti að sinna góðum almennum starfsundirbúningi! Var hægt að
sinna þessu öllu í einu eða þurfti í raun að búa til ólíka skóla innan kerfisins til þess að
sinna þessum ólíku hlutverkum? I lögunum var reynt að taka á þessu því þar var
heimilað að skipta gagnfræðastiginu í tvær deildir, verknámsdeild og bóknámsdeild,
sem börnin áttu að geta valið um að loknu barnaprófi.15 í greinargerð með frumvarpinu
var þessi nýbreytni rædd:
Verknámsdeildin er fremur nýsköpun [...] Þar ætlast nefndin til að hægt sé að koma
fyrir námi í margs konar hagnýtum vinnubrögðum eftir þörfum og hæfileikum
nemenda. [...] Þótt allmikill munur sé á þessum deildum þá á hann ekki að vera meiri
en svo að nemendur geti með nokkru viðbótarnámi skipt um deild [...]16
En gagnfræðaskólunum var ekki frekar en fyrr ætlað að veita neins konar starfsréttindi
þótt þeir ættu að veita almennan undirbúning undir ýmis störf. Að þessu leyti var
hlutverk þeirra frekar afmarkað. Fyrst og fremst átti að sinna skyldunáminu í
unglingadeildunum og auk þess undirbúningi fyrir menntaskólana annars vegar
(bóknámsdeildimar) og starfsnámsskólana (verknámsdeildimar) hins vegar.
Þarna voru virtar nokkrar þeirra grundvallarhugmynda sem áður er getið. Nemendur
áttu að geta frestað vali sínu og einnig yrði kappkostað að veita öllum menntun og sjá
til þess að aðstaða til náms væri jöfn:
Hver unglingur á þessu aldursskeiði þarf að fá þá fræðslu sem bezt á við hæfileika
hans og áhugaefni og helzt getur komið honum að notum, hvort sem hann heldur
áfram námi eða hverfur að atvinnu. Efnahagur eða búseta má ekki valda torfærum.
Hvert mannsefni þarf að komast til skila.17
Markmið menntaskólans var líka smám sarnan að breytast. Árið 1904 var sett ný
reglugerð fyrir Lærða skólann og nafni hans breytt í „Hinn almenna menntaskóla".
Skólanum var þá skipt í tvær þriggja ára deildir, það er gagnfræðadeild og lærdóms-
deild. Þar var fallist á að fyrri hluti námsins hafi almennu hlutverki að gegna þótt lær-
dómsdeildin sinni eftir sem áður fyrst og fremst undirbúningi undir háskólanám:
* 4 Lög um gagnfrœöanám 1946, 2. gr.
1 5 Sama rit, 26. gr.
1 6 Greinargerð með frumvarpi til laga um skólakerfi og fræðsluskyldu 1945:114.
* ^ Sama rit, bls. 1 13.
177