Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 180
Jón Torfi Jónasson
Gagnfræðadeildin veitir nemendum sínum hæfilega afmarkaða almenna menntun[, en]
lærdómsdeildin tekur við af [henni og] veitir nemendum æðri almenna menntun og
gerir þá færa um að stunda vísindanám við sérmenntastofnanir landsins [væntanlega
prestaskólann og læknaskólann] og háskólann í Kaupmannahöfn. Það sé sameigin-
legt markmið bæði gagnfræðadeildarinnar og lærdómsdeildarinnar að efla sálar- og
líkamsþroska nemendanna.18
Hér var staðfesting á því sem verið hafði áður, það er að Lærði skólinn byggi undir
háskólanám, en hér var ítrekað að gagnfræðadeildin hefði almennt hlutverk og skyldi
ekki aðeins búa nemendur undir lærdómsdeildina þótt svo hafi væntanlega verið í raun.
Valið inn í skólann var einfalt því inntökupróf voru enn við lýði.
En þar kom að viðurkennt væri með afdráttarlausum formlegum hætti að ekki væri
aðeins stefnt að einu markmiði með stúdentsprófinu þótt þessi formlega breyting hafi
líklega ekki haft nein áhrif. Viðskeytið í reglugerðinni frá 1904 verður nánast aðalatriði
í markmiðsgrein menntaskólalaganna. í fyrstu samræmdu lögunum um menntaskóla,
það er lögunum frá 1946, segir:
Það er markmið skólanna að efla þroska nemenda sinna, veita þeim framhaldsmenntun
að loknu miðskólanámi og búa þá undir háskólanám.19
I greinargerð með þessum lögum segir um markmið menntaskólanna að
[...] hér [sé] miðað bæði við almenna framhaldsmenntun og undirbúning undir
háskólanám, enda fer því mjög fjarri, að æskilegt sé, að allir þeir, er útskrifast úr
menntaskólum, taki fyrir háskólanám, heldur að menn með stúdentsmenntun séu í sem
flestum stéttum þjóðfélagsins.20
Munurinn á markmiðsgreinum gagnfræðastigsins og menntaskólanna var að minnka og
farið var að blanda saman almennu og sérhæfðu hlutverki þessara skóla í ríkari mæli en
áður. Að sumu leyti voru greinarnar ótrúlega líkar. Bæði stigin voru fyrst og fremst
millistig en höfðu auk þess almennu menntunarhlutverki að gegna og bæði áttu að
veita eitthvað sem kalla mætti almenna starfsmenntun.
Þeirri samræmingu, sem stefnt var að með lögunum um gagnfræðastig frá 1946, var
að miklu leyti náð með lögum um grunnskóla 1974 þegar miðskólastigið var að fullu
samræmt með því að fella það inn í almennan grunnskóla sem á að gegna margþættu -
ekki margskiptu - hlutverki. En sérskólarnir, starfsmenntunin, var nánast öll enn fyrir
utan og um 1970 var farið að hyggja af töluverðri alvöru að næsta skrefi samræmingar
og sameiningar.21 Viðfangsefnið var næsta skólastig, það er mennta- og sérskólastigið,
eins og það var kallað í lögunum um skólakerfi frá 1946.
1 X Bráðabirgðaref’lui’jörð fyrir hinn almenna menntaskóla í Reykjavík 1904, I. gr.
* ^ Lög um menntaskóla 1946, 2. gr.
Greinargerð með frumvarpi til Iaga um menntaskóla 1945:187.
9 I <
I lok ágúst 1969 voru sett bráðabirgðalög um gagnfræðanám sem heimiluðu rekstur
tveggja ára framhaldsdeilda í gagnfræðaskólum og hófst kennsla í þeim fyrstu þá um
haustið (Alþingistíðindi B, 1969:583-597). Samkvæmt reglugerð frá 11. maí 1970 eru
markmiðin svipuð markmiðum verknámsdeildanna og gert er ráð fyrir fjórum
kjörsviðum. Þessar deildir féllu síðar inn í fjölbrautaskóla þar sem þeir voru stofnaðir.
178