Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 184
Jón Torfi Jónasson
framhaldsskólinn meðal annars að veita starfsréttindi. í 2. grein laga um framhalds-
skóla37 segir að hlutverk hans sé
- að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi,
- að búa nemendur undir störf í atvinnulífinu með sérnámi er veiti starfsréttindi,
- að búa nemendur undir nám í sérskólum og á háskólastigi með því að veita þeim
þekkingu og þjálfun í vinnubrögðum.
Fyrst er nefnt hið almenna og síðar hin sérhæfðu hlutverk skólans. Nú gæti litið svo út
sem framhaldsskólinn hefði þrjú aðgreinanleg hlutverk og hver braut eða skóli þyrfti að
velja eitt þeirra. Svo er þó ekki! í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega tekið
fram að ekki skuli gert upp á milli þessara þátta og
[...] bent á að [meginmarkmið framhaldsskóla] er spunnið af nokkrum þáttum, sem
eiga helst að vera svo samtvinnaðir, að tæpast verði milli þeirra greint. Skólanum ber
að búa nemendur undir störf í samfélaginu og stuðla jafnframt að hamingju og lífsheill
einstaklingsins.38
Þetta er síðan útfært enn frekar í reglugerð39 þar sem mjög mörgum markmiðum er gert
jafn hátt undir höfði og þeim markmiðum sem nefnd eru í lögunum. I reglugerðinni
segir að skólinn skuli meðal annars
- stuðla að alhliða þroska nemenda með því að veita þeim viðfangsefni við hæfi
hvers og eins,
- búa nemendur undir sérhæfð og/eða almenn störf í atvinnulífinu,
- búa nemendur undir áframhaldandi nám í sérskólum eða háskólum,
- þjálfa nemendur í að vinna með öðrum og taka tillit til annarra,
- veita nemendum þekkingu og þjálfun sem auðveldar þeim að taka sjálfstæða
afstöðu til manna og málefna,
- þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum,
- stuðla að því að nemendur öðlist skilning á samfélagi í sífelldri þróun og veita
þeim þjálfun og þekkingu til virkrar þátttöku í því,
- leitast við að kenna nemendum að njóta menningarlegra verðmæta og meta þau.
Rökin fyrir fjölbrautakerfinu og sameiginlegum framhaldsskóla eru skýr og sterk.
Almenn menntun og starfsmenntun voru settar undir einn hatt. Nemendur sem lögðu
stund á ólíkar greinar gátu verið í einum skóla. Þeir gátu frestað vali sínu um skeið og
reynt var að auðvelda flutning á milli námsbrauta.
Sérskólarnir höfðu verið uppistaðan í unglingafræðslunni um og upp úr aldamótum,
sfðan óx almenni þáttur unglingafræðslunnar jafnt og þétt frá þriðja tug þessarar aldar.
Þessir tveir meiðir framhaldsskólans vaxa svo hvor í sínu lagi þar til á áttunda
áratugnum þegar segja má að sérskólakerfið hafi verið fellt inn í almenna skólakerfið.40
07
Lötf um jramhaldsskóla 1988.
Frumvarp til laga um framhaldsskóla 1987-1988:2539.
Ref’lugerð um framhaldsskóla 1990.
4<) Formlega er þetta ekki alveg rétt, heldur var um sameiningu að ræða. Ýmsir skólar voru
í raun fyrir utan, m.a. bændaskólarnir, Sjómannaskólinn og Vélskólinn og annað nám
182