Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 188
Jón Toifi Jónasson
og eftirsóknarverðar brautir sem hefðu skýran, metnaðarfullan tilgang sem réði skipu-
Iagi þeirra.
En þetta er skref sem erfitt virðist vera að stíga. Miðlun verklegrar menningar í
skóla, viðurkenning á menntagildi verklegrar þekkingar, samræmist ekki þeirri
hugmynd um menntun sem við erfðum frá Aristótelesi. Við þurfum svo sem ekki að
leita langt yfir skammt, að minnsta kosti ekki ef Matthías Jónasson hefur rétt fyrir sér
þegar hann segir að
fv]ið höfum jafnan litið niður á líkamleg störf sem eins konar óhjákvæmilegt strit,
sem á engan hátt væri menntandi.50
Samkvæmt þessu fer margt starf og menntun ekki saman og getur ekki farið saman.
Mér virðist það vera röng niðurstaða þótt ekki sé rúm til þess að rökstyðja það hér, en
brýnt er að það sé gert.
Meðal þess sem virðist verða að víkja í fræðslukerfi, þar sem almenn menntun
ræður ferðinni, eru bein tengsl náms og starfs. I því sambandi er vert að hyggja að
hverfandi þætti í íslenskri starfsmenntunarhefð. í fjölmörgum starfsgreinum var
skólanámið frá upphafi skipulagt fyrir nemendur sem vitað var að gjörþekktu
starfsvettvang þannig að hægt var að reiða sig á umtalsverða starfsreynslu nemenda.
Best þekkta dæmið er meistarakerfið í iðnnámi. Ekki síðri dæmi eru þó menntun
bænda, húsmæðra, Ijósmæðra og sjómanna, að minnsta kosti eins og málum var háttað
langt fram á þessa öld. Þetta einkenni starfsmenntunar er nú vandfundnara og varla
lengur ríkur þáttur í starfsmenntun hér á landi þegar á heildina er litið; það er óðum að
hverfa þótt það sé enn að finna í iðnnámi, menntun sjómanna, vélstjóra og í bænda-
skólunum.
Því ofar í skólakerfið sem starfsmenntun flyst þeim mun minna er gert úr
starfsreynslu og starfsþjálfun. Nú má helst ekki dýfa hendi í kalt vatn fyrr en efnafræði
þess er gjörþekkt en handbragð eða annað vinnulag sem lærlingur nemur af meistara er
sífellt minna metið. Það er eins og það sé ekki lengur mikilvægt að byggja á staðgóðri
þekkingu nemenda á þeim starfsvettvangi sem faglegu fræðin byggjast á né heldur
mikilvægt að kunna til verka. Góð starfsmenntun á undir högg að sækja.
Ekkert hefur beinlínis verið sagt um það hvort það sé gott eða slæmt að almennt
bóknám ráði sífellt meiru á skólaárum unglinga. Það hefur fyrst og fremst verið
staðhæft að þannig hafi mál þróast. En vilji einhver veg verkmenningar, verkmennlunar
eða starfsmenntunar meiri en nú er þá ætti sá hinn sami að athuga við hvaða vanda
þessir þættir menntunar eiga að etja. Hér verður ekki annað gert en að telja upp nokkur
atriði án efnislegs rökstuðnings.
Stundum er fjallað um verklegt nám sem hluta almennrar menntunar. Það sé ekki
nauðsynlega bundið við nein tiltekin störf en gæti ugglaust verið gagnlegt hverjum og
Sama rit, bls. 5.
186