Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 194
Kristinn Björnsson
Starf þarf fyrst og fremst að velja í nokkru samræmi við hœfileika. Enginn getur til
lengdar verið ánægður með eða Iiðið vel við starf sem er það vandasamt að hæfileikar
hans nægja ekki til að leysa það sæmilega af hendi. Sífelld mistök og vitneskja um að
starfsbræðrum gengur betur munu gera slfkum manni lífið leitt og e.t.v. valda því að
hann gefst upp og leitar einhvers hentugra. Einnig er hætt við að menn verði ekki til
lengdar ánægðir með starf sem gerir allt of litlar kröfur til hæfileika þeirra. Öllum
lifandi verum er það eiginlegt að vilja nota krafta sína og þetta á einnig við um andlega
krafta sem menn eru búnir í nokkuð mismunandi mæli.
Eitt fyrsta og mikilvægasta sjónarmið við starfsval er því að leitast við að velja
nám eða starf sem er í samræmi við hæfileika veljandans. Auðvitað á ég ekki við að
afar mikillar nákvæmni þurfi hér að gæta. Fyrst og freinst ber að leitast við að koma í
veg fyrir að lagt sé út í nám sem er algerlega ofviða og hlyti að valda ósigri. Jafnframt
því sem rétt er að hvetja þá sem góða hæfileika hafa til að búa sig undir vandasamari
störf.
Þetta þarf oft að hafa í huga þegar um mjög vel gefna unglinga er að ræða því að
það eru einmitt þeir sem oft vanmeta getu sína og hafa takmarkaða trú á að sér muni
takast vandasamt nám. Sú mun reynsla sálfræðinga að fólk, sem óttast að það sé
takmörkuðum hæfileikum búið og óskar eftir prófunum til að fá úr þessu skorið, er
oftast vel gefið. Þetta getur virst mótsagnakennt en er það e.t.v. ekki við nánari
athugun. Hinum vel gefna eru öðrum fremur ljós takmörk sín. Hann hefur meiri innsýn
í eigin takmarkanir, skilur hve margt það er sem hann skilur ekki; hjá meðalmanninum
vakna aftur á móti færri spurningar svo að hann gerir sér ekki rellu út af því sem
torleyst er.
Segja má að áhrif hæfileika séu oft svipuð áhrifum þeim sem meiri menntun hefur.
Því meira sem menn læra því Ijósara verður þeim oft hve margt og mikið það er sem
þeir vita ekki og margar ráðgátur óleystar. En umrætt vanmat hinna vel gefnu á eigin
getu gerir það oft nauðsynlegt að leiðbeinandi veiti þeim sérstaka athygli, láti kanna
hæfileika þeirra og hvetji þá til að láta hæfileikana ekki ónotaða.
Sem betur fer krefjast hin mörgu störf sem völ er á mismunandi hæfileika, og
hæfileikar manna eru líka mjög misjafnir; líkur eru því til að allir geti fundið eitthvað
sem hentar. í hinum tækniþróuðu þjóðfélögum sækir þó í það horf að fleiri og fleiri
störf krefjast vitsmuna og menntunar; hörgull verður þá á störfum sem henta þeim sem
minna geta lært. Við Islendingar erum vart komnir þetta langt í tækniþróun, en að því
mun þó líða að þeir, sem aðeins hafa vöðvaafl að bjóða á vinnumarkaði en hvorki
kunnáttu né vitsmuni, hafi um fáa möguleika að velja. í sumum löndum mun þetta
þegar valda nokkru atvinnuleysi. Við háþróaða tækni myndast þó aftur vissir
möguleikar fyrir þroskahefta, einkum í iðnaði þar sem störf verða svo einföld og
einhliða að vart þarf að beita hugsun við þau, t.d. að taka við og stafla vörum sem vél
skilar fullunnum eða færa til einstaka hluti milli véla, gæta þess að vél stöðvist ekki
o.s.frv.
I flestum tilfellum er þó um mörg störf að ræða sem eru í samræmi við hæfileika
hvers og eins. Flestir hafa því úr mörgu að velja sem allt getur hentað ámóta vel. Því
meiri og fjölþættari hæfileikum sem maðurinn er búinn því fleira getur hann valið, því
meira verður valfrelsi hans. Þetta gerir starfsvalið í senn auðveldara en stundum þó
192