Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 198
Uppeldi og menntun 1 (1): 196-206
Kristín Aðalsteinsdóttir
Heiltœk skólastefna:
leið til skólaþróunar
I þessari grein vil ég leyfa mér að spyrja hvort við séum á réttri leið þegar við skiljum
kennslu barna með sérþarfir frá annarri kennslu. Eg velti því fyrir mér hvernig við
getum skilgreint vanda barna með sérþarfir og bætt úr honum án þess að draga þau í
hina ýmsu dilka. Eg mun einnig ræða nokkuð breytt viðhorf til sérkennslu, nýjar leiðir
í samstarfi starfsfólks skóla og vinnubrögð sem stuðla að þroska allra nemenda.
Hugmyndir að breytingum eru í sjálfu sér afar einfaldar, en nýjungum fylgir ögrun,
krefjandi vinnubrögð og ekki síst hugarfarsbreyting.
Sú staðreynd að barn hefur sérþarfir, þarf ekki nauðsynlega að fela í sér að barnið sem
einstaklingur þurfi á hjálp að halda. Ahrifaríkasta leiðin til að koma til móts við
þarfir barnsins getur verið að endurskoða þætti í skipulagi skólans, kennsluaðferðir
og önnur úrræði.1
Hefðbundin úrrœði og áhrif þeirra
í umræðu um skólamál síðustu ár hefur hugtakið „skóli fyrir alla“ heyrst svo oft, að
líkja má við vígorð, og nú er blöndun meginviðfangsefni sérkennslunnar.2
Viðfangsefnið er sannarlega flókið, það vekur heimspekilegar, siðferðilegar og
félagslegar spurningar. Jean Piaget sýndi fram á hve gífurlega mikilvæg börn eru hvert
öðru. Þegar börn koma saman í starfi og leik eiga sér stað eðlileg samskipti jafningja
sem er forsenda þess að tilfinningar fyrir rétti mannsins, réttlæti og siðferðiskennd nái
að þroskast.3 Með slíku santspili þjálfa börn á eðlilegan hátt þá hæfileika sem
ntanninum eru nauðsynlegir í lýðræðisþjóðfélagi.
Umræðan um skóla fyrir alla snérist upphaflega um jafnan rétt manna til að njóta
gæða lífsins og fá þörfum sínum fullnægt en hefur síðar þróast í umræðu um jöfn
tækifæri. Hvorki réttlætið né tækifærin eru nægileg í sjálfum sér. Við þurfum að
samtvinna þessa þætti. Við þurfum að ná uppeldis- og kennslufræðilegum mark-
miðum sem eru rétllát og sanngjörn.
Hugmyndir um blöndun vöknuðu er fólk fór að átta sig á þeirri einangrun og þeim
hindrunum sem gátu skapast í sérskólum og á stofnunum. Dóra S. Bjarnason, dósenl
við Kennaraháskólann, hefur fjallað um merkingu hugtaksins blöndun. Hún segir hana
vera bæði hugsjón og aðferð, þ.e. ferli sem miðar að því að fólk virði og viðurkenni
hvort annað. Þeir sem aðhyllast blöndun telja að þátttaka fatlaðra og ófatlaðra í
skólastarfi sé grundvallarréttur allra manna. Blöndunarstefnan er andsvar við þeirri til-
1 Galloway 1986:3.
2 Hegarty 1987.
2 Piaget 1970.
196