Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 199
r
Kristín AÖalsteinsdóttir
hneigingu samfélagsins að draga fatlað fólk í dilka og einangra það á þar til gerðum
stofnunum.4 Því er einnig haldið fram að hugtakið blöndun vísi til kennslu barna með
sérþarfir í almennum skólum. Það byggist á þeirri skoðun að öll börn eigi rétt á að
menntast við hlið félaga sinna í eðlilegu umhverfi. Talað er um að virk blöndun eigi
sér stað þegar skipulag innan skólans leiðir til fullrar þátttöku allra í skólastarfinu.
Öllum nemendum er kennt innan almenna skólans.5 Til þess að virk blöndun geti
orðið að veruleika þarf að koma til ákveðið hugarfar, leikni og þekking kennara sem
stuðlar að því að allir nemendur geti orðið raunverulegir þátttakendur í samfélagi
manna. Þessi hugsun kemur fram í íslenskum grunnskólalögum. Þau eru byggð á
þeirri hugsun að hver einstaklingur, sem í þennan heim fæðist, eigi að njóta fullrar
virðingar og allir eigi sama rétt til að njóta gæða lífsins.
A síðustu tíu árum hafa börn með sérþarfir hér á landi, sem áður voru á stofnunum
og sérskólum, fengið rýmri tækifæri til menntunar innan hins almenna skóla, sérstak-
lega utan höfuðborgarsvæðisins. Telja má að þrýstingur frá foreldrum og fagfólki sé
helsta ástæða þess að farið var að reyna blöndun hér á landi, hreyfing sem vaknaði af
mannúðarástæðum fremur en áreiðanlegri vitneskju um að hún skilaði árangri. Þessi
þróun átti sér stað þrátt fyrir að ákveðin mótsögn kæmi fram í lögum og reglugerðum
sem í gildi voru/’ Þar kom fram að öll börn ættu rétt á skólagöngu en jafnframt að
þeim einstaklingum, sem skorti hæfileika á ákveðnum sviðum, skyldi séð fyrir
kennslu á sérstofnunum. Einblínt var á vanda barnsins.
í reglugerð um sérkennslu, sem stuðst var við hér á landi síðasta áratug, var lögð
áhersla á flokkun. Nemendur voru dregnir í hina ýmsu dilka og skýringa erfiðleikanna
leitað hjá þeim sjálfum. Athyglinni var beint að vanda nemandans og litið á náms-
örðugleika hans sem afleiðingu eigin vangetu. Þessi viðhorf hafa ráðið flestum þeim
úrræðum sem gripið hefur verið til og skulu þau helstu nefnd:
Sérbekkir. Kennslan fer fram í sérstökum bekk innan almenna skólans. Nemendur
með sérþarfir geta tekið þátt í félagslífi utan skólatíma, í frímínútum og
matmálstímum.
Sérkeimsla utan bekkjar. Kennslan fer fram að hluta til utan bekkjar í sérstökum
stofum. Tímafjöldi er afar mismunandi. Talið að nemandi ráði ekki við það
námsefni sem ætlað er meirihlutanum í bekknum. Markmiðið er að fá betra
tækifæri til að beita kennsluaðferðum sem eru í samræmi við vanda nemandans.
Kennsla í bekk. Reynt er að skapa svigrúm í námskrá bekkjarins fyrir þau börn
sem þar hafa sérþarfir. Skipulagið getur falið í sér að sum barnanna fá
einstaklingsnámskrá, kennslugögnum er breytt og fleiri kennarar eru í bekknum
sérþarfanemendum til stuðnings.
Athygli vekur að þrátt fyrir að úræðin séu ólík, er þeim sameiginlegt að herma
ástæður vandans upp á barnið sjálft. Ekki er sjáanlegt að íhugaðar séu orsakir sem
^ Dóra S. Bjarnason 1991:8-16.
5 Ramasut 1989.
^ Ref’luf’erd um sérkennslu nr. 270/1977', Lög um grunnskóla nr. 63/1974.
197