Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 200
Kristín Aðalsteinsdóttir
rekja mætti til félagslegra, stjórnmálalegra og skipulagslegra þátta, sem koma barninu
sem slíku ekkert við.
Mel Ainscow, breskur fræðimaður sem um málið hefur fjallað, vísar til fjölda
rannsókna þar sem þessi hefðbundnu úrræði eru skoðuð. Helstu niðurstöður hans eru
þessar:
- Aðskilnaður nemenda og sú stimplun sem honum fylgir hefur neikvæð áhrif á
viðhorf og væntingar nemenda, kennara og foreldra.
- Vera sérfræðinga innan skólanna hvetur almenna kennara til að varpa frá sér
ábyrgð á bömum sem þeir telja hafa sérþarfir.
- Fjármagni, sem annars mætti nýta til sveiganlegri vinnubragða, er veitt í
sérúrræði.
- Kennsluúrræðin einkennast oft af þröngsýni og fátæklegum kostum.7
Þessar rannsóknir staðfesta að hefðbundin úrræði eru tvíbent þar sem þau fela í sér
ýmsa neikvæða þætti sem skaðað geta nemendur. Þær fáu athuganir sem gerðar hafa
verið hér á landi á árangri blöndunarstefnunnar og fyrirkomulagi í skólum benda til
þess að margir skólar og kennarar valdi ekki viðfangsefninu. Urræði skólans geta á
endanum íþyngt nemandanum í stað þess að ívilna honum. Fram kemur að nemendur
bekkja fá yfirleitt allir sama námsefni, án tillits til mismunandi þroska, áhuga og getu
einstaklinga.8 Slíkur skóli leggur ofuráherslu á fræðilega þætti náms, kennsluaðferðir
sem krefjast þess að nemendur muni, jafnvel það sem þeir alls ekki skilja. Þetta skapar
aðstæður sem verða mörgum fjötur um fót. í slíkum skóla eru úrræðin ekki valin af
skynsemi, nemendur fá ekki viðfangsefni við hæfi og hætt er við að þeir séu ekki
metnir að verðleikum. Augu manna virðast oft lokuð fyrir því hvaða þátt slíkt
fyrirkomulag hefur á líf nemenda og hve nauðsynlegt er að endurmeta skipulag skólans
í heild.
Mikil áhersla hefur verið Iögð á að greina vanda nemenda en minna lagt upp úr því
að nýta fengnar upplýsingar í sjálfri kennslunni.9 Byrjað hefur verið á að greina
einstaka þætti, s.s. sértæka lestrarörðugleika. Skólanum er svo veittur ákveðinn
tímafjöldi vegna þessa tiltekna vanda og síðan einskorðast kennslan oft við þennan
afmarkaða „galla“ barnsins.
Bent hefur verið á mikilvægi þess að greina einstaklingsþarfir nemenda. Slík
greining má þó ekki vera einhæf og einangruð. Greining á einstökum vanda - og
tilraun til að bæta úr honum - getur leitt til þess að von um árangur verði minni og
viðfangsefnin oftar en ekki lítt hvetjandi.10 Kjarni málsins er sá að einstaklingurinn
lifir f félagslegu umhverfi sem taka þarf með í reikninginn. Greining sem lítur ekki á
nemandann í félagslegu og námslegu samhengi er í besta falli einhæf en í versta falli
hættulega misvísandi.11 Sumir þeirra sem gefið hafa gaum að ráðgjöf til skóla hafa
^ Ainscow ] 991 a.
^ Arthur Mortens 1987; Kristín Aðalsteinsdóttir 1988; Ingvar Sigurgeirsson 1988.
9 Kristín Aðalsteinsdóttir 1988.
10 Galloway 1987.
* * * Sama rit.
198