Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 204
Kristín Aðalsteinsdóttir
er litið á fötlun sem eðlilegan þátt í mannlífinu. Fólk sem greinist „öðruvísi“ dæmist
einnig til að lifa annars konar lífi en flestir.
Skólar eru vinnustaðir þar sem sífellt er fengist við að leysa úr margvíslegum
vanda. Nemendur og kennarar standa frammi fyrir verkefnum sem eiga að leiða til
aukins skilnings, þroska og tækifæra til náms. Allt innra starf skólans þarf að miða að
þessu. Hlutverk kennarans er ekki einungis að kenna, heldur að skapa aðstæður þar
sem þörfum einstaklingsins er sinnt. Samstarf innan skólans er grunnforsenda slíkra
vinnubragða.
Reyndin hefur því miður oft verið sú að að hver kennari hefur unnið út af fyrir sig
og talið það affarasælast. Gert hefur verið ráð fyrir því að hver kennari væri
sérfræðingur í sinni grein og tengsl á milli kennara einungis óþarfa tímasóun. Kennari
sem vinnur einn að öllum undirbúningi einangrast faglega. Innri styrkur skólans í heild
hlýtur einnig að verða minni; sameiginleg markmið skortir, sem og mat á
skólastarfinu. Hitt er þó enn alvarlegra að einangrunin kemur niður á nemandanum. I
athugun, sem gerð var hér á landi á því hvernig kennarar sinna mismunandi þörfum
einstakra nemenda, kom í ljós að kennarar fara sínar eigin leiðir. Þeir leita leiðsagnar
og upplýsinga frá sérfræðingum en breyta þó ekki kennsluháttum, miða kennsluna
áfram við meirihluta nemenda.22 Þetta er ekkert einsdæmi. Aðrir hafa sýnt fram á að
kennarar hafa ríka tilhneigingu til að einangra sig og leita ekki samstarfs.23 Margir
skólar hafa hlíft sér við því að skipuleggja samstarf og ekki lagt áherslu á að meta
innra starf skólans í heild. Slík vinnubrögð og viðhorf eru hindrun í sjálfu sér.
Skólar eru flókin kerfi þar sem margir þættir fléttast saman, oft ófyrirsjáanlegir og
flóknir. Af því leiðir að breytingar geta verið verulega erfiðar viðfangs. Sérstaklega á
þetta þó við um breytingar á hugarfari og vinnulagi. Oft er sagt að fátt hafi meiri áhrif
á viðhorf okkar en nám, að nám sé breyting og breytingar feli í sér ný viðhorf, nýja
hugsun. - Og því hefur einnig verið haldið fram að eigi breytingar á skólastarfi að ná
að ganga fram verði kennarar að breyta sér.24
Að öðlast nýja sýn
Þær breytingar sem hér er talað um miða að því að mæta þörfum allra barna, gefa þeim
jöfn tækifæri og virða rétt þeirra. Til að öðlast nýja sýn og skilning þarf ein-
staklingurinn að skoða eigin viðhorf, þekkja eigin lífsýn og jafnvel færa hugsanir sínar
í annan og breyttan farveg. Skoða þarf tengsl við samstarfsfólk og nemendur. Slík
skoðun getur verið óhemju erfið því að hún krefst sjálfsaga, áhuga og innsæis.
Það hefur úrslitaþýðingu fyrir alla, sem ætla að vinna með fötluðum og sinna
þörfum þeirra, að hafa djúpan, raunverulegan skilning á því hvað felst í því að tilheyra
minnihlutahóp, hvernig líf þeirra sem honum tilheyra er frá degi til dags, hvaða
blákaldi veruleiki fylgir því að vera mismunað með ýmsum hætti og skipað neðarlega
í þjóðfélagsstiganum. Nauðsynlegt er að skilja eðli kúgunar og fordóma og margs
konar beina og óbeina mismunun.
22 Kristín Aðalsteinsdóttir 1988.
23 Galloway 1987.
24 Hegarty 1987.
202