Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 209
Loftur Guttormsson
Uppeldi og menntun 1 (1): 207-222
Farskólahald í sextíu ár (1890-1950):
Nokkrir megindrœttir
Inngangur
I sögu íslenska almenningsskólans, sem hefur ekki enn fyllt eina öld, skipar farskólinn
merkilegan sess. Þetta skólaform kemur fram á síðasta fjórðungi 19. aldar sem dæmi-
gert millistig milli heimafræðslunnar, sem var allsráðandi í gamla sveitasamfélaginu,
og eiginlegs barnaskóla í nútímalegum stíl.1 Ólíkt þessum síðarnefnda, sem kallaðist
til aðgreiningar fastur skóli, átti farskólinn sér engan ákveðinn samastað í tilverunni.
Hann tók ekki á sig neina merkjanlega ytri ásýnd í formi sérstakrar byggingar -
skólahúss - heldur varð hann til á þeim bæ þar sem farkennarinn hafði lengri eða
skemmri viðdvöl. Til viðbótar við börnin sem áttu heima á hlutaðeigandi býli sóttu
hann nemendur frá nærliggjandi bæjum, annaðhvort með því að þeir gengu þangað
daglega eða var komið þar fyrir yfir kennslutímabilið. Þótt lítið bæri á farskólanum
hið ytra var hér sannarlega um að ræða samfélagslega stofnun, úrræði sem sveita-
hreppurinn beitti til þess að fullnægja ákvæðum laga um fræðslu barna.2
Farskólinn á íslandi óx upphaflega upp af grasrótinni - sem úrræði efnalítils
strjálbýlissamfélags til að efla barnafræðslu. Með fyrstu almennu lögunum sem sett
voru um fræðslu barna 1907 hlaut þetta skólaform fyrst lögformlega stöðu, við
hliðina á föstum skólum sem framan af voru bundnir við þéttbýli. Farskólinn var
þannig frá fyrstu tíð órjúfanlega tengdur vissum landfræðilegum og lýðfræðilegum
aðstæðum, strjálbýli og erfiðum samgöngum. En hann var jafnframt afsprengi
fátæktar og áhugaleysis - „trúleysis á það, að það sé kostandi miklu upp á fræðslu
unglinganna fram yfir það, sem heimili og prestur leggja fram“, eins og ónafngreindur
höfundur komst að orði í grein í Kennarablaðinu um aldamótin síðustu.3 Bygging
heimavistarskóla, er leysti af hólmi farskóla hreppsins og grannbyggða, var m.ö.o.
ekki aðeins háð efnalegum björgum samfélagsins heldur og vilja manna til að bæta
barnafræðsluna og bindast um það samtökum við nágranna.
1 Farskólinn er fjarri því séríslenskt fyrirbæri, hann þjónaði mörgum strjálbyggðum á
öðrum Norðurlöndum fram eftir 19. öld, sjá t.d. Helgheim 1980.
3 Farskóla má ótvírætt heimfæra undir hugtakið skóli eins og það er vanalega skil-
greint, þ.e. sem stofnun er leitast við að miðla hóp einstaklinga, sem er saman-
kominn á tilteknum stað á vissum tfma, þekkingu, leikni og ákveðnum viðhorfum,
sjá Wallace 1973:231.
3 A. - P. 1899-1900:11.
207