Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 210
Loftur Guttormsson
Þeir sem áhugasamir voru um alþýðufræðslu hófu snemma að beita sér fyrir því að
fastir skólar í sveitum, heimavistarskólar, leystu farskóla af hólmi.4 Þessi viðleitni
skilaði ekki árangri fyrr en seint og síðar meir. En æðisnemma, og síðan í vaxandi
inæli eftir því sem byggð þéttist í Iandinu, fóru yfirvöld og löggjafinn að álíta
farskólann neyðarúrræði er ekki væri unandi við til frambúðar. Erfitt var að loka
augunum fyrir því að farskólanemendur sátu langt í frá við sama borð og nemendur í
föstum skólum, hvað námsaðstæður og kennslutíma snerti - og gerði löggjafinn þó
sömu lágmarkskröfur til beggja hópanna.
Með hliðsjón af framansögðu er forvitnilegt að athuga stöðu farskólans á fyrri
helmingi þessarar aldar meðan hann var og hét, þ.e. meðan barnafræðslulöggjöf
landsins gerði leynt eða Ijóst ráð fyrir honum og hann var útbreidd skólagerð. Hvað
fyrra atriðið varðar marka fræðslulögin 1946 viss þáttaskil. Og viðvíkjandi útbreiðslu
farskólahalds má benda á að undir lok sjötta áratugarins voru farskólahverfi orðin
helmingi færri (eða 74) en verið hafði í upphafi fjórða áratugarins þegar tala þeirra náði
hámarki.5
Hér er ætlunin í fyrsta lagi að kanna í hverju gildandi lög gerðu helst greinarmun á
farskólum og föstum skólum; um leið verður með nokkrum dæmum reynt að ganga úr
skugga um hverju þessi munur svaraði í reynd. I öðru lagi verður hugað að útbreiðslu
farskólahaldsins á þessu tímabili og getum leitt að því hvað valdið hafi mestu um
ólíkan hlut þess eftir landshlutum. En fyrst skal vikið að baksviðinu, þ.e. hvernig
þetta merkilega skólaform mótaðist áður en nokkur ákvæði höfðu beinlínis verið sett í
lög um starfrækslu þess.
Farskólinn í mótun
í nýlega útkominni bók greinir Eyjólfur Guðmundsson á Hvoli frá því að hann hafi
veturinn 1893-94 verið fenginn til að kenna í mánaðartíma í Dyrhólahverfi í Mýrdal
þar sem ábúendur voru tíu talsins. „Kennslustaður var í Garðakoti [...] annar
kennlustaður var á Skeiðflöt og heimili var mér útvegað á Vatnskarðshólum."6 Síðan
lýsir Eyjólfur kennsluaðstæðum farskólans þannig:
Tíðin var umhleypingasöm og hraktist ég flesta daga milli kennslustaðanna og
færðin stundum krapaelgur, skólastofurnar kaldar og börnin komu blaut svo þau urðu
að skipta sokkum og stundum utanyfirfötum. Var það eins konar sjálfboðavinna
Elínar gömlu, húsfreyjunnar á Skeiðflöt, að lána þeim þurr föt, þurrka af þeim og
hlýka þeim með heitum mjólkursopa.7
Þessi lýsing gefur ofurlitla innsýn í aðstæður barna og kennara í árdaga farskólahalds. í
þessu tilviki lágu kennslustaðirnir tveir svo nálægt hvor öðrum að kennarinn fór flesta
daga á milli. Hann var því sannkallaður umgangskennari en svo kölluðu samtímamenn
^ Sjá Guðmund Björnsson 1905:24-35; Guðmund Finnbogason 1903:141-143 og
l905a:14-23.
Sjá Barnafrceðsluskýrslur árin 1920-966 1967:9,41,65.
^ Eyjólfur Guðmundsson 1991:89.
1 Sama rit, bls. 90.
208