Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 211
Loftur Guttormsson
gjarnan farkennarann; hann gekk líka einatl undir nafninu sveitakennari.8 Eru bæði
heitin einkar lýsandi, hvort á sinn hátt.
I frásögn Eyjólfs kemur annars fram að fyrir utan hina stuttu kennsluvist í
Dyrhólahverfi kenndi hann þennan sama vetur sem regiulegur sveitakennari í
Hvammshreppi; hafði sá verið stofnaður nokkrum árum fyrr með þeim hætti að hinum
forna Dyrhólahrepp var skipt í tvennt. Skýrslur votta að Eyjólfur kenndi á fimm
bæjum í Hvammshreppi þennan vetur, 3-5 vikur á hverjum, og voru nemendur
samtals 37.9 Á þessum árum var ekki óalgengt að farkennari þjónaði tveimur hreppum
á einu og sama skólaári.
Ofsagt væri að lögin frá 1880, sem mæltu fyrir um skyldufræðslu barna í skrift og
reikningi, hafi orðið frumkveikja að farskólahaldi.10 Hitt er víst að þau urðu
hreppsfélögum mikil hvöt til að ráða farkennara til starfa.11 Erfitt er nú að segja
hversu algengt slíkt var fyrstu árin eftir lagasetninguna: engar reglubundnar
upplýsingar um farskólahaldið eru fáanlegar fyrr en undir lok níunda áratugarins þegar
farið var að veita sveitakennurum styrk af opinberu fé (úr „landssjóði"). Þetta gerðist
skv. skilyrðum sem Alþingi setti með þingsályktun 1889.12 Eitt þeirra var að
styrkbeiðnum skyldi fylgja „nákvæm skýrsla um kensluna". Þessar skýrslur veita nú
nokkuð trausta vitneskju um farskólahald í landinu fram að setningu fræðslulaganna
1907, að svo miklu leyti sem það fullnægði skilyrðunum fyrir opinberri
styrkveitingu.13 Mestu máli skiptu hér ákvæðin um að kennari væri ráðinn af
hreppsnefnd eða sóknarnefnd og hann kenndi „auk kristindóms og lesturs: skrift,
reikning og réttritun".
I I. töflu er sýnt eftir landsfjórðungum hversu mörg börn nutu farkennslu og hve
margir kennarar stunduðu hana undir lok nítjándu aldar. Aðeins er tekin með í
reikninginn sú farkennsla sem naut styrks úr landssjóði. Niðurstöður eru sýndar fyrir
þrjú skólaár: hið fyrsta 1888-89, annað 1890-91 og loks hið þriðja 1899-1900. Er
forvitnilegt að athuga hvernig farkennsla breiddist út fyrstu árin eftir að opinber
styrkveiting kom til sögunnar og hver staðan var u.þ.b. einum áratug síðar.
^ Sjá t.d. Jón Þórarinsson 1882:251; A. - P. 1899-1900:10-12. Stundum var líka talað
um hreppskennara, sjá Guðmund Finnbogason l905b:49-50.
^ Rósa Guðmundsdóttir og Pálína Guðmundsdóttir 1980:10-1 1.
' ** Þegar árið 1866 var því t.d. hreyft á sýslufundi í Suður-Þingeyjarsýslu að bændur
tækju kennara handa börnum sínurn yfir veturinn. Og á áttunda áratugnum var orðið
talsvert um farkennslu í sýslunni, sjá Gunnar Karlsson 1977:368.
'' Jón Þórarinsson 1882:243-246; Loftur Guttormsson 1984:43-44.
'2 Stjórnartíðindi fyrir ísland, B 1889:141,144.
' ^ Á vegum landshöfðingjaembættisins var unnið jafnóðum úr skýrslunum og tölulegar
niðurstöður birtar árlega í Stjórnartíðindum fyrir Island og aftur að hluta í tímaritum
um uppeldi og kennslumál. Um skólaárin 1888-1892 sjá Tímarit um uppeldi og
menntamál 3. árg., bls. 104-112; 4. árg., bls. 93-95; 5. árg., bls. 92-94.
209