Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 213
Loftur Guttormsson
Eftir því sem lengra leið frá samþykkt Alþingis hafa væntanlega fleiri og fleiri áttað
sig á þvf hvernig þurfti að ganga frá untsókn til þess að styrkur fengist.
Af framansögðu má ráða að nemendafjöldinn 1888-89, eins og hann er sýndur í 1.
töflu sé ekki fjarri réttu lagi. Það styrkir þessa ályktun að skólaárið 1889-90 nutu
ámóta margir nemendur (eða 1174) kennslu hjá „styrkhæfum" sveitakennurum.14
Taflan sýnir annars að fram til aldamóta óx farkennslan mjög hratt á landsvísu.
Nemendum fjölgaði á einum áratug um 266% og fjöldi kennara tvöfaldaðist og ríflega
það.15
Þrátt fyrir hina miklu fjölgun nemenda hélst hlutur einstakra sýslna og landshluta
áfram áberandi ójafn. Af einstökum landshlutum voru í upphafi fremst í flokki
Suðausturland og Suðvesturland (Gullbringu- og Kjósarsýsla undanskilin en þar var
undir lok 19. aldar rúmur þriðjungur allra fastra skóla sem nutu styrks úr landsjóði)16
en undir lok aldarinnar höfðu Norðurland og Norðausturland náð ótvíræðri forystu. Sé
miðað við heildarfjölda farskólanema 1899-1900, voru 43% þeirra á svæðinu frá
Skagafirði til Norður-Múlasýslu (bæði meðtalin) þótt þar fyndust árið 1901 ekki nema
26% allra barna 7-14 ára.17
Tilfærslan á „þyngdarpunkti" farkennslunnar frá Suðurlandi til Norðurlands verður
ekki skýrð með því að föstum skólum hafi fjölgað tiltakanlega meir syðra en nyrðra.
Sé aftur litið sérstaklega á útbreiðslu farskólahalds um aldamótin, þá sést að áberandi
lítið er um það vestanlands, í Snæfellsnessýslu, ísafjarðarsýslu og Strandasýslu. Þetta
stafar líklega að einhverju leyti af landsháttum og byggðarsérkennum þessa landshluta
en annars má gera ráð fyrir að mismikill áhugi manna á barnafræðslu hafi haft sitt að
segja.18 Áðurnefndan mun milli Suðvesturlands og Norðausturlands má ef til vill rekja
sumpart til slíkra huglægra þátta.19
Vaxandi útbreiðsla farkennslu á þessu tímabili hélst í hendur við auknar
styrkveitingar úr landssjóði. Upplýsingar um þetta atriði veita áðurnefndar skýrslur. 2.
tafla sýnir að styrkveitingar héldust í hendur við fjölgun farkennara og vel það. En
samanborið við föstu skólana var hlutur farskólanna óneitanlega mjög rýr. Undir lok
þessa tímabils fengu föstu skólarnir - sem auk kaupstaðarskólanna fjögurra, er nutu
einskis styrks úr landssjóði, voru orðnir 34 að tölu - mjög svipaða upphæð í
opinberan styrk.20 Sé landssjóðsstyrkurinn talinn sem greiðsla upp í laun, hefur hann
dugað til þess að greiða tæplega helming af launum kennara við föstu skólana en
aðeins tæpan 1/6 af launum farkennara.21
*4 Tímarit um uppeldi og mennlamál 4:92-94.
15 Skólaárið 1896-97 var fjöldi farskólabarna reyndar kominn upp í 3341, sjá
Stjórnartíðindi, B 1897:277.
Kennarablaðið 1:174-175.
' 7 Undanskildir eru kaupstaðirnir fjórir, Reykjavík, ísafjörður, Akureyri og Seyðis-
tjörður.
* 8 Víst er að samtímamenn í yfirstjórn fræðslumála veittu slíkum mismun athygli, sjá
Tímarit um uppeldi og menntamál 3:11 l-l 12.
Sjá Loft Guttormsson 1991:90-93.
2* *' Guðinundur Finnbogason 1905b:30—31,40.
2 * Sama rit, bls. 42—43.
211