Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 215
Loftur Guttormsson
marga kennara, miðað við nemendafjöldann, og afleiðingin birtist m.a. í hraklega
Iágum launum farkennara.26
Þótt hér hafi verið lögð áhersla á öran vöxt farkennslunnar, má ekki gleyma því að
1903-1904 naut aðeins minnihluti íslenskra 7-14 ára barna (utan kaupstaða) kennslu í
föstum skóla eða farskóla - nánar tiltekið 42%. Það vekur athygli að hlutfallslega
færri börn undir 10 ára aldri sóttu þá fasta skóla en farskóla (17,8% í föstum skólum
utan kaupstaða samanborið við 30% fyrir báðar skólagerðirnar til samans). Sýnir þetta
að á þeim bæjum sem héldu farkennara hefur fólk leitast við að nýta sér hann sem
best.27 En meginmunur á skólagerðunum var sá að þorri farskólanema naut aðeins
nokkurra vikna kennslu á ári en aftur á móti var tæpast kennt skennir í föstu
skólunum en sex mánuði á ári; var slíkt raunar eitt af skilyrðunum fyrir því að þeir
yrðu aðnjótandi styrks úr landssjóði.28
Farkennsla og frœdslulög 1907-1936
Eins og áður segir var það fyrst með Lögum um frœðslu barna 1907 að farskólinn
hlaut lögformlega stöðu. Sem kunnugt er ákváðu lögin sem meginreglu að heimilin
sjálf skyldu annast og kosta fræðslu barna til fullnaðs 10 ára aldurs; þau lögðu aftur
samfélaginu þá skyldu á herðar að veita börnum 10-14 ára „ókeypis fræðslu [...] og
greiðist hinn sameiginlegi kostnaður úr sveitarsjóði."29 En lögin gerðu jafnframt ráð
fyrir því að þessari samfélagslegu skyldu mætti fulínægja með tvennum, ólíkum
hætti: a) halda fastan skóla, annaðhvort heimangöngu- eða heimavistarskóla - og
kallaðist umdæmið þá skólahérað; b) halda farskóla eða hafa eftirlit með heimafræðslu
- og kallaðist umdæmið þá fræðsluhérað. Afram var sem sé gert ráð fyrir því að
fullnægja mætti skyldubundinni barnafræðslu með heintafræðslu að því tilskildu að
kennari hefði eftirlit með henni (eftirlitskennsla).30 Jafnvel var opnað fyrir þann
möguleika að börn væru undanþegin þátttöku í „sameiginlegri barnafræðslu" ef
heimilisfeður þeirra færðu sönnur á að þau nytu „fullnægjandi heimafræðslu". Þessi
ákvæði spegla ljóslega þá málamiðlun milli skóla- og heimafræðslu sent lagasetningin
fól í sér.31
Aðgreining fræðsluformanna tveggja, skólahéraðs og fræðsluhéraðs, risti djúpt og
tók til nánast allra meginþátta skólahaldsins. Hér verður að mestu leyti litið fram hjá
þeim þáttum sem varða stjórnsýslu þeirra og stöðu gagnvart yfirstjórn fræðslumála. í
stað þess verður athygli beint að því að hvaða marki þessi tvö fræðsluform voru
innbyrðis ólík hvað varðar námskröfur og kennsluframboð.
Hvað kennsluframboð áhrærir staðfestu lögin í meginatriðum það ástand sem
skapast hafði á tímabilinu á undan. Fastir skólar skyldu veita að minnsta kosti sex
2 6 Sama rit, bls. 48. Um launakjörin fjallar höt'undur sérstaklega á bls. 42-43.
27 Sama rit, bls. 14, 30, 40.
28 Sama rit, bls. 14-15, 30-31.
-l) Lög um frœðslu barna 1907: 8. gr., sbr. og 7. gr.
Tilskilið var, skv. 21. gr., að slíkur kennari yrði ráðinn með skriflegum samningi til
að starfa hið minnsta sex mánuði á ári.
21 Guðmundur Finnbogason 1947:106-108.
213