Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 217
Loftur Guttormsson
wr
umdæminu fyrir tilskilinni fræðslu án farskólahalds, „með eftirlitskennara eða á annan
hátt (7.gr.).
Óbeinn ávöxtur af áliti menntamálanefndarinnar 1921 var setning laga árið 1928 um
fræðslumálanefndir, þ.m.t. fræðslumálanefnd barnaskólanna.37 Var henni ætlað að gera
tillögur til yfirstjórnar um námskrár fyrir barnafræðslu, tilhögun prófa o.fl. Þetta var
liður í því að samræma kröfur og mat á fræðslunni og efla aðhald og eftirlit af hálfu
yfirstjórnarinnar. Þessum tilgangi þjónaði einnig setning laga um fræðsluinálastjóm
árið 1930.
Afraksturinn af þessari miðstjórnarviðleitni birtist m.a. í útgáfu hinnar fyrstu
Námsskrár fyrir barnaskóla árið 1929.38 í kjölfar hennar var svo brátt komið á
landsprófi (samræmdu fyrir allt landið) í lestri og reikningi fyrir öll skólaskyld börn.39
Námskráin geymdi sérstök ákvæði fyrir hvort skólaformið um sig, fasta skóla og
farskóla, bæði hvað varðar námsefni og vikulegan fjölda kennslustunda í hverri
kennslugrein. Námskröfur voru svipaðar í grunngreinum en af farskólanemendum var
aftur á móti krafist nokkru minna í lesgreinum. Það vekur athygli í þessu sambandi að
forskrift námskrárinnar að stundaskrá gerði ráð fyrir því að farskólanemum væri kennd
teikning og leikfimi þótt svo hefði ekki verið fyrir mælt í fræðslulögunum 1926.
Þegar menntamálanefndin skilaði áliti sínu um barnafræðsluna (1921), sat allt enn
við hið sama í fræðslumálum sveitanna hvað skólahúsnæði snerti. Hörmuðu höfundar
að
ekki skuli hafa verið gerð ein einasta tilraun með heimavistarskóla fyrir börn í
sveitum, er orðið geti traustur grundvöllur frekari ráðstafana í þeim efnum. Vjer
stöndum nú í sömu sporum og vjer stóðum þá [1907].40
Þegar lög um fræðslu barna voru endurskoðuð á nýjan leik 1936, voru heinta-
vistarskólar þó teknir að rísa á stöku stað í sveitum landsins. Til þeirra er því vísað
nokkuð í nefndum fræðslulögum, sérstaklega þar sem ræðir um lengd kennsluársins;
skv. þeim átti skólaskylt barn í heimavistarskóla að stunda námið minnst 12-13 vikur
á ári.41 Aftur á móti er þessi löggjöf sýnu fáorðaðri en hin fyrri um farskóla - og má
það kallast dæmigert fyrir viðhorf yfirvalda og „skólamanna" á þessum tíma til
farskólahalds.42 Farskólar koma hér ekki við sögu nema í „ákvæðum til bráðabirgða“.
Þar segir m.a.:
Þar, sem ekki eru komnir heimangöngu- eða heimavistarskólar, og á meðan svo
stendur, gilda ákvæði hinna eldri fræðslulaga um farkennara og farkennslu [...]. Tala
kennslustaða í farskólahéruðum skal ákveðin í samráði við fræðslumálastjóra.
3 7 Lög um frœðslumálanefndir nr. 19/1928; sjá ennfremur Mentamálanefndarálit III
1921:24-26 og Ólaf J. Proppé 1983:261-263, 273-275.
38 Lög og reglur um skóla- og menningarmál 1944:26-32.
39 Sjá Helga Elíasson 1933a: 138-142.
40 Mentamálanefndarálit III 1921:18.
4 ' Lög um frœðslu barna nr. 94/1936, 7. gr.
42 sjá t.d. Aðalstein Eiríksson 1933:104-121.
215