Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 222
Loftur Guttormsson
(eða 52%) en samt var farskóli aðeins haldinn í sjö skólahverfum af 36, með aðeins 68
nemendur alls.52 Annars voru fastir heimangönguskólar í 17 skólahverfum og
heimavistarskólar í 12. Þessu til skýringar má benda á sérstaka landshætti og
byggðarskipan: hér - fremur en í flestum öðrum héruðum - reyndist mögulegt að
notast við fasta heimangönguskóla. En hvað sveitahreppana á Suðurlandi áhrærir fólst
þó lausnin undan flökkuskólahaldinu aðallega í byggingu heimavistarskóla. Hinir tveir
fyrstu, sem voru yfirhöfuð byggðir fyrir íslensk sveitabörn, risu einmitt í Árnessýslu á
árunum 1923-1927. Tíu til viðbótar voru komnir á fót við lok tímabilsins, þar af
fjórir í Árnessýslu og jafnmargir í Rangárvallasýslu.53 Ríflega þriðjung allra heima-
vistarskóla á landinu var þá að finna í þessum tveimur sýslum.
Burtséð frá hagstæðum landfræðilegum aðstæðum lýsa þessar framkvæmdir
jafnframt sérstöku framtaki og fræðsluáhuga manna í héraði sem ekki má vanmeta.54
Bersýnilega hafði nú frumkvæðið - í ætt við það sem menn höfðu sýnt á sinn hátt
nyrðra um aldamótin - að því að leysa barnafræðsluvanda sveitanna færst í hendur
Sunnlendinga. Þeir vörðuðu að þessu leyti veginn sem aðrir landshlutar voru þá þegar
farnir að feta og áttu eftir að gera í vaxandi mæli á sjötta og sjöunda tug aldarinnar.
Lokaorð
Hér að framan hefur verið dvalið við ytri ramma laga og fræðsluforma sem settu
barnakennslu skorður á þessu langa tímabili. Ég hef vísvitandi sneitl hjá því að fjalla
um hið sérstæða lífsmynstur sem þróaðist í þessum ramma - inntak náms og kennslu,
aðbúnað nemenda og kennara og fjölþætt samskipti þeirra, ekki aðeins innbyrðis
heldur og við það heimili sem hýsti farskólann hverju sinni.
í þessari grein hefur heldur ekki gefist rúm til að ræða um þær breytingar sem urðu
á farskólahaldinu á þessu tímabili, meira eða minna óháð lögum og skráðum reglum.
Talað er í einu orði um farskóla fyrir allt þetta tímabil og vill þá gleymast að víðast
hvar var hann miklu meira „á ferðinni" fyrri hluta tímabilsins en síðari hlutann. Þetta
þýðir að framan af var skólinn einatt haldinn á nokkrum bæjum í hreppnum á hverju
skólaári. í kjölfar fræðslulaganna 1907 varð strax mikil breyting hér á, bæði
viðvíkjandi fjölda kennslustaða og farkennara.55 Og með tímanum - eftir því sem
rýmra varð um húsnæði á sveitabæjum, börnum á skólaaldri fækkaði og samgöngur
urðu greiðari - þótti fært að fækka skólastöðunum enn frekar, einatt niður í þrjá og
síðan tvo í hverjum hrepp.56 Samfara þessu dró úr daglegum gönguferðum barna af
næstu bæjum í skólann og lærifaðirinn var heldur ekki svo mjög á faralds fæti sem
áður (sbr. lýsingu Eyjólfs á Hvoli að framan).
Ætla mætti að árlegur námstími hvers barns í farskóla hefði lengst eftir því sem
skólinn skiptist á færri bæi í hreppnum. Sú virðist þó ekki hafa orðið raunin þegar á
52 Barnafrceðsluskýrslur 1920-1966 1967:73-74.
Sama rit, bls. 9, 33.
54 Helgi Elíasson 1933b: 143-145.
55 Sjá Barnafrœðslan 1914-15 1918:26-27.
Þetta kemur fram í mörgum hreppsskólasögum, sjá t.d. Sigrúnu Bjamadóttur 1992:16-
21.
220