Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 223
Loftur Guttormsson
heildina er litið. Væri skólinn haldinn á fleiri en þremur stöðum í hreppnum og sami
kennari látinn annast þá alla, var reyndar útilokað, miðað við 6 mánaða starfstíma á
ári, að hann næði að kenna hið tilskilda lágmark, samtals átta vikur, eins og lilgreinl
var f lögunum 1907. Aður er komið fram að þetta mark var með lögunum 1936 fært
upp í 16 vikur þar sem skólaganga barna hæfist ekki fyrr en við 10 ára aldur, svo sem
almennast var í farskólum. Fræðsluskýrslur sýna þó að á milli tímabilanna 1920-28
til 1937-1947 fjölgaði ekki að meðaltali árlegum kennsludögum barna í farskóla.
Verður ekki séð að fyrirmæli laganna hafi haft nein áhrif að þessu leyti. Á fyrstu
árunum eftir síðari heimsstyrjöld voru kennsluvikur í farskólunt á ári meira að segja
ívið færri en verið hafði á kreppuáratugnum. „Eftir stríð“ fengu farskólabörn nálega
þrisvar sinnum færri kennsludaga á ári en nemendur í föstum heimangönguskólum.57
Fram hefur komið að þessi mismunun milli þéttbýlis og strjálbýlis ágerðist eftir
1936 þegar skólaskylda var færð niður í sjö ára aldur. Sent vonlegt var olli þessi þróun
skólamönnum áhyggjum. Þeir þóttust sjá að þeir tímar væru liðnir að „sveitabörnin
væru eins vel uppfrædd um 14 ára aldur og kaupstaðabörn.“58 Til þess að jafna metin
kölluðu þeir á að í öllurn sveitum Iandsins risu fastir skólar „þar sem öll börn 8-14
ára gömul njóta 12-16 vikna kennslu á ári.“59
Þrátt fyrir slík áköll frá fjórða ártugnum héldu farskólar áfram að þjóna meiri hluta
skólahverfa utan kaupstaða til loka tímabilsins. En svo er að sjá sem löggjafinn hafi
viljað kannast þvf minna sem lengra leið við þetta sérstæða og heldur forneskjulega
skólafyrirbæri. Svo mikið er víst að það var ekki einu sinni nefnt á nafn í hinni
yfirgripsmiklu löggjöf um fræðslu barna 1946; hér segir aðeins að þar sem enn séu
ekki komin skólahús, skuli málum skipað í eins nánu samræmi við lögin og kostur
sé.60 Hvað sem leið lífseiglu og staðfestu farskólans í sveitum landsins í stríðslok, þá
var hann nánast ekki til lengur í vitund hins opinbera.
Heimildir
A. - P. 1899-1900. Til athugunar fyrir umferðakennara. Kennarablaðið. Mánaðarrit um
uppeldi og kenslumál 1(1): 10-12.
Aðalsteinn Eiríksson. 1933. Fræðslumál sveitanna. Menntamál 7(1): 104-121
Burnafrœðslan árin 1909-1914. (Hagskýrslur Islands 30). Reykjavík, Hagstofa
íslands, 1922.
Barnafrœðslan 1914-15. (Hagskýrslur fslands 16). Reykjavík, Hagstofa íslands, 1918.
Barnafrœðsluskýrslur árin 1920-1966. (Hagskýrslur Islands, aukaflokkur nr. 1).
Reykjavík, Hagstofa íslands, 1967.
Edda Kristín Reynis og Kristín Kristinsdóttir. 1990. íslenski farskólinn á fyrri
helmingi 20. aldar. Löggjöf og útbreiðsla. Kennaraháskóli íslands. [Ópr. B.Ed.-
ritgerð.]
57 Barnafrœðsluskýrslur 1920-1966 1967:20-21.
Jakob Ó. Pétursson 1933:91.
59 Sama rit, bls. 92.
99 Lög um frœðslu barna nr. 34/1946, „Ákvæði til bráðabirgða".
221