Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 227
Ólafur Proppé
skólakerfisins fyrir stærri og stærri hluta samfélagsins, þ.e. þróun skólans sem
menntastofnunar fyrir alla. Fyrst voru stofnaðir barnaskólar og jafnframt komið á fót
formlegri kennaramenntun. Þegar gagnfræðaskólar urðu smám saman skólar fyrir „allan
almenning" var farið að huga að menntun fyrir kennara við þá skóla. Og þegar
framhaldsskólinn, eins og við nefnum hann núna, varð í verulega auknum mæli
almenningseign, um og upp úr 1970, var farið að krefjast uppeldismenntunar fyrir
kennara við þá skóla. Slíkt hafði vart kontið til umræðu - og enn síður til frant-
kvæmda - meðan skólarnir voru fyrst og fremst menntaskólar ætlaðir aðeins litlum
hluta ungmenna, eins konar úrvali. Þá má ekki undanskilja þær breytingar sem orðið
hafa á uppeldisaðstæðum barna á svonefndum forskólaaldri, fjölgun leikskóla og breytt
viðhorf til hlutverks slíkra stofnana og þeirra sem þar starfa.
Jafnhliða þessari þróun, sem einkennist af því að fleiri og fleiri sækja skóla lengur
og lengur, hefur annað gerst sem þó virðist af sama toga spunnið. Einstaklingar, sem
áður voru, af ólíkum ástæðum, ekki taldir koma til greina sem nemendur í skóla, eru
núna flestir í sérskólum og stöðugt verða þær raddir háværari sem gera kröfur um að
þessir nemendur blandist inn í almenna skóla, þeim sjálfum og öðrum, sem meira
mega sín, til góðs. Samhliða þessari þróun, sem vissulega má tengja við aukna
þekkingu, mannúð og breyttar hugmyndir um manngildi, eru gerðar sífellt meiri kröfur
lil aukinnar menntunar kennara og annars fagfólks sem hefur uppeldi og menntun að
lífsstarfi.
Fyrir tæpum aldarfjórðungi heyrðist stundum sagt: „Það er hægt að kenna öllum
allt, aðeins á mismunandi löngunt tíma.“ Þessi orð voru á vissan hátt innantóm vígorð
en þau voru hluti framsækinnar skólastefnu sem tengdist baráttu margra fyrir aukinni
menntun fyrir fleiri. Þessi stefna var liins vegar grunduð á tiltölulega þröngri
þekkingarfræðilegri afstöðu. Flún var hluti af skólamálaumræðu sjöunda áratugarins og
mikilli tæknihyggju sem fór þá vaxandi á flestum sviðum þjóðlífsins. I dag finnst
sjálfsagt mörgum þessi orð nánast brosleg og hugsa sem svo að síst af öllu sé ástæða
til að „kenna öllum allt“. Vígorð dagsins í dag eru miklu nær því að vera: „Það er hægt
að kenna hverjum og einum, og á þann hátt hjálpa honum eða henni á þroska- og
menntunarbrautinni.“ Viðfangsefni kennarafræðinnar verður því að ákveða og rökstyðja
hvað á að k'enna, hvenær og Hvers vegna, ekki síður en hvernig.
Eru allir, sem sinna uppeldi og menntun, kennarar?
Þeir eru fjölmargir í þjóðfélagi okkar sem sinna uppeldi og menntun með mismunandi
hætti. Líklega er erfiðara að koma auga á þá sem ekki eru uppalendur eða kennarar að
meira eða minna leyti, a.m.k. á ákveðnum æviskeiðum. Góð almenn menntun, hvort
sem hún er fengin innan formlegra menntastofnana eða utan þeirra, hefur augljóst gildi
fyrir alla sem sinna menntun eða uppeldi annarra.
Þegar ég ræði hér um kennara og kennarafræði hef ég þrengra svið í huga en svo að
það nái til allra þeirra sem sinna uppeldi og menntun með beinum eða óbeinum hætti,
svo sem foreldra, fjölmiðlamanna og þéirra fjölmörgu sent hafa ntannaforráð á vinnu-
stöðum eða í félagsstarfi. Kennarafræði vísar fyrst og fremst til undirbúningsnáms og
símenntunar ákveðinna fagstétta sem sinna almennu eða sértæku uppeldis- og
menntunarstarfi sent lífsstarfi, og þá helst innan þeirra stofnana sem beinlínis eru
225