Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 230
Ólafur Proppé
Kennarar þurfa að geta skipulagt markvisst skólastarf, bæði einir og í samvinnu við
aðra, þ.e. greint nemendur og námsþarfir þeirra, metið aðstæður og möguleika sem
fyrir hendi eru í skólanum, sett skólastarfinu og einstökum nemendum raunhæf
markmið, valið viðfangsefni við hæfi, og ákveðið hvaða leiðir (kennsluaðferðir) eru
árangursríkastar hverju sinni. Þá þurfa kennarar að geta rökstutt ákvarðanir sínar með
tilliti til kennarafræðilegra sjónarmiða sem taka mið af bæði samfélagslegum og
einstaklingsmiðuðum markmiðum ásamt lögum, reglugerðum og opinberum
fyrirmælum á hverjum tíma. Kennarar þurfa að kunna til verka við formlegt og
óformlegt mat á skólastarfi. Þeir verða að meta námsefni; nám nemenda; markmið og
skipulag skólastarfsins; viðhorf nemenda, foreldra, kennara og annara til skólastarfsins;
framkvæntd kennslunnar og annað starf sem fram fer í skólanum. Þeir þurfa að geta
svarað spurningum bæði um hvað gerðist í skólastarfinu og um hvað „hefði átt að
gerast“.
Kennarafrœði er forsenda fagmennsku í skólastarfi
Almennt má skipta öllum aðgerðum í þrennt: (I) Undirbúning (svara spurningum um
hvers vegna, hvað, hvernig, hvenær, við hvaða aðstæður o.s.frv.); (2) Framkvœmd
(það sem utanaðkomandi er sýnilegt með beinum eða óbeinum hætti); (3) Mat (svara
spurningum um hvað sé að gerast, hvað hafi gerst og hvað hefði átt að gerast). Ein
forsenda faglegra vinnubragða og fagmennsku í starfi er að sami aðilinn (t.d. kennarinn,
læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn) sé ábyrgur fyrir undirbúningi, framkvæmd og
mati á því verki sem um er að ræða hverju sinni. Hvað skólastarf varðar svarar
námskrárgerð (þ.m.t. samning námsefnis eða val á því) til undirbúningsins, kennslan
(þ.e. bein og óbein samskipti við nemendur) svarar til framkvæmdarinnar og
endurskoðun (oft í formi nýrrar námskrár) til matsins.
Undirbúning skólastarfs má allt eins nefna námskrárgerð. Þegar þetta er sagt er höfð
í huga víðari skilgreining á hugtakinu námskrá en við erum vön að styðjast við í
íslensku máli. Námskrá merkir hér: Faglega rökstutt kennsluskipulag sem sett er fram
á þann veg að unnt sé að skoða það og gagnrýna, en einnig að mögulegt sé að
framkvæma það við raunverulegar aðstæður.2 Við þekkjum námskrár fyrir tiltekin
skólastig, t.d. Aðalnámskrá grunnskóla. í auknum mæli tölum við uin skólanámskrár
fyrir einstaka skóla, og kennsluáætlanir, t.d. fyrir einstakar bekkjardeildir, eru í raun
námskrár með sama hætti. Við námskrárgerð þarf að leita með skipulögðum hætti
svara við nokkrum mikilvægum spurningum: Hverjum á að kenna? Hvar á að kenna
(við hvaða aðstæður)? Hvað á að kenna? Hvenær á að kenna? Hvernig á að kenna? Og
hvers vegna á að kenna þessum nemendum þetta námsefni á þennan hátt við þessar
aðstæður á þessum tíma? Miklu máli skiptir að svör við þessum spurningum séu í
innbyrðis samræmi og, hvað varðar almenn eða sértæk atriði, í takt við þann markhóp
sem um er fjallað hverju sinni. Undir framkvæmd skólastarfs í umræddu samhengi
fellur það sem við venjulega nefnum kennslu, þ.e. bein og óbein samskipti nemenda
“ Þessi skilningur á hugtakinu námskrá er í mjög ætt við skilgreiningu Lawrence
Stenhouse á hugtakinu „curriculum" á bls. 9 í bók hans Intrnduction to Curriculum
Research and Development (London, Heineman, 1975).
228