Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 234
Uppeldi og menntun 1 (1): 232-241
Pétur Bjarnason
Staða fámennisskóla í skólakerfinu
Geta þeir rœkt hlutverk sitt?
Fram undir miðja síðustu öld fór nám íslenskra barna, þeirra sem einhverrar tilsagnar
nutu, að mestu fram á heimilum. Fyrsti eiginlegi barnaskólinn hafði þó verið stofnaður
í Vestmannaeyjum 1745, en hann starfaði aðeins fáein ár. Arið 1791 var Hausa-
staðaskóla í Garðahreppi svo komið á fót með tilstyrk Thorkilliisjóðs, sem stofnaður
var af eigum Jóns Þorkelssonar, þar sem hann arfleiddi munaðarlaus börn í Kjalarnes-
þingi að öllum eigum sínum. Hausastaðaskóli lagðist af 1812.
Þegar kom fram á 19. öldina fór að myndast þéttbýli við verslunar- og útgerðarstaði
víðs vegar um landið. Samtímis var farið að stofna skóla á þessum stöðum, eða gera
tilraunir til þess. Strönduðu þær oft á féleysi eða skilningsleysi - nema hvort tveggja
væri. Sú saga verður ekki rakin hér. Þó má nefna að stofnaður var barnaskóli í
Reykjavfk árið 1830. Sá skóli lagðist niður 1848 en var endurreistur 1862 og hefur
starfað síðan. Á Eyrarbakka var stofnaður skóli 1852 og er það elsti starfandi barnaskóli
á landinu. Árið 1870 var stofnaður skóli á Akureyri, 1872 í Gerðum og á Brunna-
stöðum og 1874 á ísafirði.1
Með setningu fræðslulaganna 1907 var komið lögformlegri skipan á barnafræðslu
og áhrif þessa létu ekki á sér standa. í flestum kauptúnum var kontið upp föstum
skólum og fleiri og fleiri sveitir komu á farkennslu með formlegum hætti, í stað
heimiliskennslu hjá mörgum áður, einkum þeim efnameiri.
Hugmyndin um farkennslu eða umgangskennslu barst hingað til lands frá Danmörku
um 1820. Grímur Jónsson (Johnsen), amtmaður í Norður- og Austuramtinu, aðhylltist
þetta kennsluform fremur en skólahald í sérstökum skólahúsum.2 Það sem helst stóð í
vegi fyrir stofnun farskóla til sveita var takmarkað húsrými á sveitabæjum og lítil efni
sveitahreppa sem margir hverjir áttu við mikil ómagaþyngsli að stríða og voru þar að
auki margir og smáir. Þar við bættist lítill vilji hreppanna til að sameinast öðrum
hreppum um kennara eða skólastaði. Þó varð það farskólaformið sem varð ríkjandi
skólaform til sveita fram eftir þessari öld og farskólar voru starfandi til sveita hér á landi
allt fram á áttunda áratuginn. Fastir skólar voru helst í bæjum og kauptúnum, svo sem
fyrr greinir.
Sem að líkum lætur þróuðust kennsluhættir nokkuð sitt með hvorum hætti í
þessum skólagerðum, auk þess sem byggðaþróun varð með þeim hætti að þorpin
stækkuðu en byggð í sveitum grisjaðist. Sveitaskólarnir hafa því breyst á þann veg að
nú hafa þeir fast aðsetur. Víða hafa mörg sveitarfélög sameinast um skólahald og börnin
eru flutt á milli í stað kennarans áður. Á árunum 1930 til 1970 áttu heimavistarskólar
Helgi Elíasson 1946:75-77
2 Gunnar M. Magnúss 1939:55.
232