Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 236
Pétur Bjarnason
að um 65% skólanna á landsbyggðinni flokkast undir fámennisskóla. Það skiptir því
verulegu máli að þessir skólar uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um fræðslu barna og
unglinga.
Á undanförnum áratugum hefur ekki verið mikið fjallað um þessa litlu skóla
sérstaklega eða kennsluhætti í'þeim þótt vissulega hafi oft verið tilefni til þess.
Starfslið þeirra og starfshættir eru mjög mismunandi og líklega er mun meiri munur
þar á milli einstakra skóla en í hinum stærri. Hætta á faglegri einangrun er meiri í litlu
skólunum og oft er gagnrýni frá heimilum bundin persónulegum högum starfsmanna
og tengslum þeirra við hið litla samfélag fremur en efnislegum rökum um vinnubrögð
við kennsluna. Þetta er sem betur fer að breytast á síðustu árum.
Hér er rétt að geta nokkru nánar um starf Samtaka fámennra skóla á Islandi sem eru
enn ung að árum og fremur óformleg, en hafa þó stóraukið umræðu um málefni þessara
skóla og eflt starfsvitund þeirra sem við þá starfa.
Tildrög stofnunar þeirra má rekja til þess að við tveir fræðslustjórar, Guðmundur
Ingi Leifsson, fræðslustjóri á Norðurlandi vestra, og sá er þetta ritar þekktumst boð frá
Asbjörn Ásgárd, er starfaði á skrifstofu fræðslustjóra í Sogn- og Firðafylki, um að sitja
námskeið um starfshætti í fámennum skólum. Var það haldið í Noregi sumarið 1986.
Jafnframt var okkur kynnt sérstakt tveggja ára þróunarverkefni sem þá var unnið að í
fámennum skólum í Sogn- og Firðafylki en Asbjörn stjórnaði því af hálfu fræðslu-
stjóra fylkisins. Þá um haustið var svo haldið námskeið um starfshætti í fámennum
skólum að Reykjum í Hrútafirði og samtökin stofnuð á sama stað vorið eftir, mest af
sama fólki og setið hafði námskeiðið.
Fyrsti formlegi landsfundur var haldinn á Flúðum haustið 1988. Síðan hafa verið
haldin nokkur námskeið um starf í fámennum skólum og samtökin hafa látið sig
málefni þeirra varða á margvíslegan hátt. Það sem helst hefur háð starfsemi samtakanna
er fjarlægð milli skóla og erfiðar samgöngur, einkum á starfstíma skólanna. Litlu
skólarnir hafa í vaxandi mæli tengst með tölvum um samskiptamiðstöðina Imbu á
Kópaskeri og bundnar eru verulegar vonir við eflingu þess kerfis, m.a. með
uppbyggingu gagnabanka.
Af hverju fámennir skólar?
Spyrja má í ljósi þróunar á síðustu áratugum: Er nokkur þörf fyrir fámennu skólana? Er
ekki oftast hægt að koma fyrir þeim fáu börnum, sem sækja þá, í stærri skólum með
heimanakstri eða heimavistun? Vafalaust væri þetta hægt í mörgum tilvikum en þá
vakna strax fleiri spurningar: Fá nemendur betri menntun með því móti? Líður þeim
eins vel í stærri skólunum? Sparar það alltaf peninga? Er það liður í byggðaröskun?
Hér á eftir verður leitast við að svara þessum spurningum. Hver og ein skiptir máli í
þessu sambandi en hverri um sig verður að svara með hliðsjón af hinum, ásamt fleiri
atriðum.
Hvað útgjöld varðar þá eru aðstæður víða þannig að spara má kostnað ríkisins í
launum - eða nýta vinnu kennara betur - með því að fækka skólum en á hinn bóginn
verður aksturskostnaður sveitarfélaga oft meiri, og byggingar sem áður voru nýttar fyrir
skólahúsið og samkomuhald koma að litlu eða engu gagni. Annars staðar getur þetta
sparað nýbyggingar og er það oft helsta ástæðan fyrir sameiningu skóla. Þá er þess að
234