Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 237
Pétur Bjarnason
geta að víða þarf þorpsskólinn, eða stóri skólinn sem á að taka við börnunum, að
gjörbreyta skipulagi sínu til þess að geta komið til móts við þarfir strjálbýlisins. Má
þar nefna tvísetningu stærri skólanna þar sem eldri nemendur koma yfirleitt í skóla um
eða upp úr kl. 8 á morgnana, en þeir yngri eftir hádegi. Litlu skólarnir eru flestir
einsetnir með samfelldan skóladag. Yngstu börnin koma því oft í skólann með eldri
systkinum sínum og verða samferða þeim heim. Þetta er ekki gerlegt þar sem skóla-
deginum er tvískipt og yngstu börnin koma ekki fyrr en á hádegi. Þetta kallar á
tvöfaldan akstur, þörf skapast fyrir mötuneyti og aðstöðu fyrir sveitabörnin meðan þau
bíða. Víða þyrfti einnig að seinka daglegri skólabyrjun í viðtökuskóla þar sem langur
akstur er úr strjálbýli. Sparnaður ríkisins er því ekki alltaf sparnaður í heild þegar allt
hefur verið tekið með í reikninginn.
Þá ber að hafa í huga tengsl dreifbýlis og næsta þéttbýlis og stöðu dreifbýlisbarna í
þéttbýlisskólanum. Allt of algengt er að þau nái ekki að samlagast hópnum, þau eru fá
í hverjum bekk og eiga á hættu að einangrast, auk þess sem oft skortir á þá aðstöðu
sem þeim er nauðsynleg í hléum og þegar beðið er eftir skólabílnum. Athuga þarf
möguleika þeirra á þátttöku í félagslífi og frjálsum verkefnum á vegum skólans en
þessir geirar skólastarfs eru að jafnaði sniðnir að þörfum nemenda sem næst búa.
í áðurnefndu norsku þróunarverkefni var títt tekið fram að í norsku stjórnkerfi væri
litið svo á að skóli væri kjarni byggðar. Það var túlkað svo að í byggðum sem ættu í
vök að verjast væri skólinn sá fasti punktur sem ekki mætti hrófla við. Skólasetrið var
miðpunktur fræðslu, menningar- og félagsstarfs sveitanna, ekki einungis barnafræðslu
heldur einnig margháttaðrar fullorðinsfræðslu, námskeiðahalds, klúbbastarfsemi o.s.frv.
Almennt tel ég að þetta megi heimfæra upp á íslenska sveitaskóla og staðfesting þess
fæst í þeirri staðreynd að mörg dreifbýlissveitarféiög verja nær öllum tekjum sínum til
þess að geta haldið uppi eigin skóla og það þrátt fyrir að ódýrara gæti reynst að senda
bömin í skóla í nálægu þéttbýli. Þetta stangast á við þá skoðun sem oft var haldið fram
fyrir gildistöku verkaskiptalaga að litlu sveitarfélögin vildu halda skólunum heima,
fyrst og fremst til þess að nota kostnaðarþátttöku ríkissjóðs sér til framdráttar.
Reynslan sýnir þvert á móti að til sveita leggja menn mikið á sig til að halda skóla í
byggðarlaginu og renna þannig styrkari stoðum undir búsetuna þar.
Litlir skólar eru eðlilegur og æskilegur þáttur í íslensku
þjóðlífi
Hér er sett fram sú skoðun að ekki beri almennt að stefna að því að leggja niður litla
skóla og sameina þá öðrum stærri jafnskjótt og samgöngur leyfa, óháð ýmsum öðrum
hagsmunum. Það sem bent hefur verið á hér að framan styður þessa skoðun auk margs
annars sem hér verður að nokkru rakið.
í Skólastefnu Kennarasambands Islands segir: „Öll ungmenni þurfa að eiga kost á
grunnskólanámi í sínum heimaskóla.“6 Og í Aðalnámskrá grunnskóla er einnig að
finna stuðning við þetta:
Settar eru fram kröfur um samræmda menntun einstaklinga með þarfir þeirra,
þjóðfélagsins og ríkisins fyrir augum. Enda þótt hagsmunir einstaklinga og
^ Skólastefna, bls. 15.
235