Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 238
Pétur Bjamason
þjóðfélagsins fari hér að mestu saman ber að leggja höfuðáherslu á rétt
einstaklingsins til menntunar og skyldu rfkisins til að stuðla að því að allir njóti
jafnréttis til menntunar og hafi til þess jöfn tækifæri.7
Hér er að sjálfsögðu álitamál hvað felst í hugtökunum „jafnrétti til menntunar" og „jöfn
tækifæri“. Er það réttur allra barna til að nema við hæfilega stóra, deildaskipta skóla
með fullkomnum tækjabúnaði, húsakosti og mannafla? Sé svo, þá vantar víða á að
réttur barna sé í heiðri hafður og ekki síður í þéttbýli en dreifbýli. Eða er ef til vill átt
við að allir eigi rétt á að fá almenna grunnmenntun, samkvæmt gildandi lögum, sem
næst heimili sínu og með sem minnstri röskun heimilishátta? Hvernig sem menn
túlka þetta þá munu menn í dreifbýlinu leita jafnréttis til mennta og krefjast jafnra
tækifæra til hennar samkvæmt aðalnámskrá en þar segir m.a. svo:
Jafnframt því sem skólinn er hluti af samfélaginu og verður þar af leiðandi fyrir
áhrifum af því, getur hann einnig haft áhrif á samfélagsþróun. Áhrif skóla á
samfélagið koma einkum fram í því að skólinn á ríkan þátt í að móta þá einstaklinga
sem eiga að erfa landið. Tengsl skóla og samfélags þurfa að vera þess eðlis, að í
skólanum sé ekki aðeins tekið tillit til þarfa samfélagsins hverju sinni heldur getur
skólinn einnig leitast við að móta samfélagið, þegar til lengri tíma er litið.8
Þessi grein staðfestir þá skoðun sem hér hefur verið sett fram að hvort styrkir annað,
skóli og samfélag, og hvorugt getur þróast eðlilega án hins. Vísasti vegurinn til
landauðnar er að rjúfa tengsl ungmenna við samfélagið, þróun þess, mannlíf og sögu.
Það sem þarna er sett fram um íslenska skóla almennt, hlýtur einnig að eiga við
skólana í hinum smærri samfélögum í landinu.
Það er eðlileg krafa foreldra, hvar sem þeir búa, að þeim sé gert kleift að hafa börn
sín hjá sér meðan á námi þeirra í grunnskóla stendur, svo nauðsynlegt sem það er að
börnin fái notið aðstoðar og stuðnings heima fyrir. Þá ber að hafa í huga að skólanám,
einkum á fyrstu árum, er mikil reynsla sem börnum er mikilvægt að fá að deila með
foreldrum sínum og miðla þeim af, enda segir svo m.a. í markmiðsgrein grunnskóla-
laganna:
Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli
og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins.9
í litlu skólunum er samkennsla ríkjandi fyrirkomulag og fer nokkuð eftir stærð
skólanna hvernig henni er háttað. Samkennsla þarf síður en svo að vera verri kostur en
bekkjarkennsla ef vel er á haldið enda er bekkjarkennsla í blönduðum bekk engin
trygging fyrir því að einstaklingar þar séu á sama getustigi, sbr. eftirfarandi orð úr
aðalnámskrá: „Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt aldursmunur innan barnahóps sé
innan við eitt ár getur verið margra ára þroskamunur á einstaklingum í hópnum.“1()
Munur samkennslu og bekkjarkennslu felst ekki síst í því að þrátt fyrir að
þroskainunur einstaklinga geti verið mikill f báðum hópunum þá eru námshópar
yfirleitt mun minni í dreifbýlisskólunum og auk þess er kennslan skipulögð frá upphafi
7 Adalnámskrá, bls. 6.
^ Sama rit, bls. 11.
^ Lög um grunnskóla nr.49/1991, 2. gr.
Aðalnámskrá, bls. 13.
236