Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Qupperneq 239
Pétur Bjarnason
með getumun og mismunandi námsefni í huga; þessu er ekki alltaf til að dreifa í
stórum skólum með fjölmenna bekki á sama aldri.
Jónas Pálsson hefur fært rök að því að kennsluhættir þeir sem beitt er í smærri
skólum kunni að henta nemendum vel og séu mun líklegri til að koma til móts við
markmið grunnskólalaga um „að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli
og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins“.n
Jónas lítur m.a. svo á að ströng aðgreining í bóklegt og verklegt nánt sé byggð á
misskilningi á gerð og starfi vitundar, og námsvinnu vill hann hafa einstaklings-
bundnari en tíðkast hefur. Hann segir að stundum henti „bekkjarkennsla fyrir 25-30
manna hóp. Miklu oftar er þó árangursríkara að vinna fari fram í smærri hópum eða
alveg einstaklingsbundið.“12
Um námsefni og kennslu hefur Jónas Pálsson m.a. þetta að segja:
Námsefni skyldi jafnan tengja sem nánast reynsluheimi nemenda, einkum á yngri
aldursskeiðum. Þannig virðist mér eðlilegt að námsverkefni, t.d. í náttúrufræði,
raungreinum og samfélagsfræðum, sé runnið frá atvinnuháttum viðkomandi byggðar-
laga, náttúrufari þeirra og sögu.
I sjávarþorpi mætti tengja nám í þessum greinum við lífríki fjörunnar, dýralífið í
sjónum, hreyfingar hafsins og geymslu fisks og matvæla. í sveitaskólum mætti
tengja námsefni í sömu greinum daglegu lífi á bóndabýli, gróðri landsins og auðn,
húsdýrum, ræktun jarðar, nýtingu jarðargróða, o.s.frv. Sama mætti að breyttu
breytanda gera í bæjum, þar sem þorri manna hefur lífsuppeldi af iðnaði, verslun og
þjónustustörfum.13
Líklega skapast hvergi betri skilyrði fyrir nánum tengslum nemenda og kennara en í
litlu skólunum - sé kennarinn starfi sínu vaxinn - en um hlutverk hans farast Jónasi
svo orð:
Kennarinn er haldreipi skólastarfsins. Hann er ekki fyrst og fremst fræðari og heyrari,
heldur verkstjóri, ráðgjafi og leiðsögumaður. Uppeldishlutverk hans er því mikil-
vægara sem hann vinnur með yngri nemendum. Tengsl nemenda og kennara eru líftaug
uppeldisstarfsins - af þeim tekur daglegt starf skólans svip og einkenni.14
Jónas leggur mikla áherslu á hlutverk kennarans - hæfni hans ráði úrslitum í
menntastefnu hverrar þjóðar. Niðurstaða hans er að íslensk stjórnvöld hafi á undan-
förnum áratugum og allt fram til þess tíma er hann ritar þetta, árið 1978, „vanrækt og
vanmetið þátt kennarans við mótun menntastefnu, og þar með einnig í verki sýnt
neikvætt gildismat sitt á uppeldi og félagsmótun nemenda."15
Þessi skoðun Jónasar er því rniður í fullu gildi nú, 14 árum síðar, og er hér tekið
undir hana. Yfirvöld menntamála hafa verið, og eru enn of upptekin af því að gera
skólamál, lög og áherslur í menntastefnu að pólitísku bitbeini þar sem nýir ráðherrar
* ' Jónas Pálsson 1978.
' “ Sama rit, bls. 45-50.
' 3 Sama rit, bls. 53.
Sama rit, bls. 51-52.
' ^ Sama rit, bls. 55.
237