Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 240
Pétur Bjamason
leggja áherslu á að rífa niður þau verk sem nýlegast eru unnin sé þar um störf mót-
herjans að ræða. En það er svo önnur saga.
Skotar og Nordmenn búa líka strjált
í Skotlandi eru víða svipaðar aðstæður og hérna gerast, litlar byggðir og fámennar,
ýmist í eyjum eða á afskektum stöðum. Þar er umræðan um litlu skólana stöðugt
vakandi.
Hér skal vitnað lítillega í ritgerð eftir Robert Johnston, skoskan námsstjóra (HM
Chief Inspector of Schools),16 þar sem rædd eru nokkur atriði sem hann telur skipta
máli fyrir afkomu lítilla skóla. Johnston telur það meginskilyrði fyrir árangri lítilla
dreifbýlisskóla að eiga kost á hæfum kennurum. Það sé afar mikilvægt að dreifbýlið fái
aðstæður til að mennta kennara sem séu síðan fúsir til að kenna í dreifbýlinu. Við
alvar-legum kennaraskorti, kennaraskiptum og ráðningu óþjálfaðs starfsfólks verði að
bregðast. Það geti verið nauðsynlegt að tryggja námsmönnum sem koma frá dreifbýii,
eða vilja starfa þar, forgang til kennaranáms. Alþjóðlegar kannanir, segir Johnston, tala
sínu máli; sérhver kennari sem menntast í dreifbýlinu er dýrmætur. Hann telur einnig
nauðsynlegt að koma á alþjóðlegum ramma um æskilegt hlutfall nemenda á hvern
kennara, ramma er hefði þó þann sveigjanleika til að bera sem gerði litlum skólum í
dreifbýli fært að starfa.
Þá leggur höfundur áherslu á það að stöðug endurmenntun dreifbýliskennara sé
skilyrði þ^ss að þeir skili starfi sínu til jafns við aðra. Þeim sé nauðsynlegt að standa
að minnsta kosti jafnfætis við aðra kennara hvað faglega þekkingu og metnað snertir og
helst nokkru framar. Til að ná þessum árangri er nauðsynlegt að kennaraháskólar standi
fyrir endurmenntun á starfstíma skólanna og miði þá við námsefni sem sniðið er að
þörfum minni skólanna. Hann telur dýrmæta þá reynslu kennara sem hafi þjálfun í að
kenna mörg fög, svo sem tíðkast í litlum skólum, og hana þurfi að nýta við kennslu
og símenntun kennara.
Sem fyrr segir hafa Norðmenn mjög marga fámenna skóla og leggja áherslu á faglegt
sjálfstæði þeirra. í framhaldi af stofnun LUFS (Landslaget for Udelte og Fádelte Skuler)
var árið 1988 stofnað tímarit sem nefnist Fadelt-skolen og þar skiptast menn á
skoðunum um skólamál, einkum varðandi fámennisskóla sem oftast, en ekki alltaf, eru
í dreifbýli. I Noregi starfa einnig víða litlir skólar á tiltölulega þéttbýlum svæðum þar
sem ákvörðun hefur verið tekin um að svo skuli það vera. Ingrid Randmæl, skólastjóri
í Akershus, skrifar í fyrrnefnt málgagn og segir m.a. svo:
Astæðan fyrir því að litlir skólar með blöndun nemenda á mörgum aldursskeiðum
hafa fengið litla athygli í norskri skólasögu er líklega sú að litið hefur verið á þetta
skólaform sem undantekningu eða frávik. Bekkjar- og aldursskiptingin sem leiddi til
safnskólanna byggðist mest á hagkvæmnis- og skrifræðisrökum. Þar að auki var mat
á kennslu, nemendum og kennurum byggt á öðrum sálfræðilegum og uppeldis-
fræðilegum kenningum í gömlu bóknámsskólunum en nú eru lagðar til grundvallar
kennslu og uppeldi.17
16 Johnston 1981:28-29.
17 Randmæl 1990:13.
238