Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 248
Ragnhildur Bjarnadóttir
Alice Miller styðst við kenningu Kohuts en sækir einnig hugmyndir til Winnicotts,
sem fjallar um þróun sjálfsvitundar barna, m.a. falskar hliðar á sjálfsvitundinni, og
þörf barnsins fyrir að vera almáttugt og geta skapað sjálft eigin veruleika sem það
getur sætt sig við. Ef þessari löngun er fullnægt á eðlilegan hátt dvínar hún smátt og
smátt þegar barnið sættir sig við eigin takmarkanir. Einnig hefur Winnicott verið
talsmaður þess að óæskilegt sé að afneita ákveðnum tilfinningum og fordæma þær
(m.a. reiði og eigingirni). Þessar tilfinningar verður að viðurkenna sem hluta af
eðlislægu tilfinningalitrófi sérhvers barns til að þær þroskist innra með því og í
samskiptum þess við umhverfið.9
Alice Miller hefur notið mikilla vinsælda, ekki síst meðai almennings, en hefur
samt sem áður verið gagnrýnd töluvert fyrir að draga upp of einfalda mynd af ástandi
sem í reynd er afar flókið. Einnig þykir hún fara heldur frjálslega með hugtakið
sjálfhverfa (narcissismi) og nota það til að gefa algilda skýringu á einkennum sem geta
átt sér uppruna í eða verið hluti af annars konar tilfinningalegum erfiðleikum.10
Þessari stuttu frásögn af umræðu fræðimanna um narcissisma er aðallega ætlað að
varpa ljósi á hugtakið og þá ólíku merkingu sem það hefur haft innan sálarfræðinnar.
Það hefur meðal annars verið notað um þroskaskeið í bernsku, um tilfinningalega eða
geðræna erfiðleika og um mikilvægar mannlegar kenndir sem eru uppspretta skapandi
krafta og heilbrigðis.11 Hugtakið er ekki aðeins flókið vegna þessara ólíku merkinga,
heldur líka vegna þess að í þessum kenningum er það yfirleitt notað um innra ástand -
eðlishvatir, þarfir eða átök - sem getur þróast og birst með ýmsu móti. Þess vegna eru
einkennin ólík. Þær kenningar, sem hér hefur verið vitnað til, heyra undir djúp-
sálarfræðina þótt Kohut hafi af mörgum verið talinn standa nær mannúðarstefnu.
Þessar kenningar eiga það allar sameiginlegt að leggja áherslu á það sem gerist innra
með einstaklingnum - sem reyndar er háð tengslum hans við annað fólk.
Sjáljhverfa, félagsmótun og uppeldi
Umræðan um „nýja“ manngerð í nútímasamfélagi hefur einungis að hluta til snúist
um einstaklinga, tilfinningalegt ástand þeirra og þroska. Þessi umræða hefur yfirleitt
verið á fremur félagslegum nótum, og margar hugmyndir og skýringar verið
félagssálfræðilegar þar sem sérstök áhersla er lögð á að ræða þau áhrif sem samfélags-
gerðin hefur á mótun einstaklinganna.
Kenningar hafa verið settar fram og bækur skrifaðar um sjálfhverfu sem félagslegt
fyrirbæri, og hafa flestar þeirra einkennst af gagnrýni. Vestræn samfélög eru þá
9 Winnicott 1974.
10 Sjá m.a. Meller 1983 og Ernst 1983.
I I Svipað viðhorf kemur fram í heimspekilegum vangaveltum Páls Skúlasonar (1991) í
grein sem hann nefnir „Hvernig skiljum við sjálf okkur og aðra?“. Hann fjallar þar um
þær tilfinningar sem hann telur leggja grunn að sjálfsmati og lífsmati okkar. Síðan
segir hann: „Ég held að þessar grunntilfinningar okkar fyrir sjálfum okkur og Iffinu
standi í nánum tengslum við andlegt öryggi eða öryggisleysi og það hvers konar
samband við myndum í eigin hugarheimi bæði við sjálf okkur og aðra. I tilfinninga-
lífi okkar virðist reyndar vera sífelld spenna milli sjálfhverfra kennda og kennda sem
binda okkur öðrum og að endingu öllu sem lifir." (bls. 46)
246