Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 250
Ragnhildur Bjarnadóttir
Stundum er börnunum einnig ætlað að uppfylla alla þá drauma og þrár sem ekki
rættust hjá foreldrunum og stundum eiga þau að vera framhlið fjölskyldunnar, gáfuðu
eða vel upp öldu börnin sem sanna ágæti foreldranna. Ziehe telur að í reynd séu það
hin nánu tilfinningalegu tengsl foreldra og ungra barna sem framlengist vegna
aðstæðna og þarfa foreldranna. Við eðlilegar aðstæður ætti barnið að losa um þetta
nána tilfinningalega sambýli (symbiose) á öðru og þriðja aldursári en það reynist þeim
erfitt þar sem foreldrarnir eru óöruggir og hræddir við að gefa börnunum frelsi og
svigrúm til að losa um þau nánu bönd sem þeir hafa sjálfir þörf fyrir að viðhalda.16 Sú
sjálfstæðisleit barnsins, sem á sér stað á þessum árum, er af mörgum talin vera
grunnur sjálfstæðisbaráttu á unglingsárum.17
Við þetta bætist að foreldrarnir eru óöruggir í uppeldishlutverkinu. Það rót sem
efnahagskerfið hefur haft í för með sér, ásamt almennri endurskoðun á siðgæðisreglum,
hefur ruglað viðmiðanir um gildismat og siðgæði, og almenn afstaða til þess hvað er
rétt og rangt, mikils virði eða lítils virði er, að hyggju Ziehes, mjög á reiki.
Samfélagsþróunin hefur grafið undan þessum mikilvæga grunni samskipta og
uppeldis. Aukið vinnuálag beggja foreldra, sem er m.a. fylgifiskur aukinnar kröfu um
lífsgæði, hefur leitt til þess að verulegur hluti uppeldisins fer fram á stofnunum og er í
höndum „uppeldissérfræðinga". Foreldrar verða óöruggir í foreldrahlutverkinu þar sem
aðrir hafa að þeirra mati meira vit á því hvernig uppeldið á að vera. Ziehe reynir að
rökstyðja, að enda þótt tengsl foreldra og barns séu náin vegna þarfa foreldranna, séu
þau að mörgu leyti mjög ófullkomin og ófullnægjandi fyrir barnið.18
Ziehe lýsir því sem gerist innra með barninu vegna ófullkominna tengsla þess við
foreldrana og mótsagnakennds uppeldis. Tekur hann þar mið af kenningum ýmissa
fræðimanna og má þar m.a. nefna Freud, Kohut og Georg Bateson. Ef barnið vill
brjótast út úr vítahring of náinna tengsla ógnar sjálfstæðisbarátta þess foreldrinu - en
öryggislaust og hrætt foreldri grefur undan öryggi barnsins sem leitar þá leiða til að róa
foreldrið og skapa sér aftur hjá því öruggt skjól. Slík togstreita hefur einkum áhrif á
þróun sjálfsvitundar á unglingsárum.19 Ef unglingnum mistekst stöðugt að vera eins
og hann „á að vera“ eða lendir í sífelldri togstreitu, þar sem allar leiðir eru slæmar eða
ófullnægjandi, verður afleiðingin sálarkreppa sem leiðir til innri doða og tómleika.
Leit að spennu eða einhverju nógu æsilegu sem ýtir við eigin tilfinningum, eða til-
finningum annarra, verður eðlileg afleiðing þessa. Það dregur heldur ekki úr minni-
máttarkennd að bera sig saman við allar hetjurnar sem bæði má finna í raunverulegu og
tilbúnu umhverfi unglingsins. A undanförnum áratugum hafa nálægar fyrirmyndir
unglinga sífellt orðið fjölbreyttari. Sjónvarpið með allar sínar glæstu stjömur, sem eru
16 Hér tekur Ziehe greinilega mið af kenningu Mahlers (1975) um það þróunarferli sem
hún kallar einsktalingsmótun og aðskilnaðarferli (individuation/sepertation).
' ^ Sjá m.a. Kroger 1989 (kaflann: Adolescence as a second individuation process).
Ziehe og Stubbenrauch 1983, llleris o.fl. 1982.
Hér er verið að vitna til hugtaksins ‘identity' samkvæmt kenningu Eriksons.
Einkenni heildstæðrar sjálfsvitundar eru m.a. sjálfsþekking og sjálfstæði; sjálfs-
þekking sem felst í því að fólk þekkir eigin sérkenni, möguleika og takmarkanir;
sjálfstæði sem gerir fólki kleift að setja mörk í samskiptum við aðra og þor til að taka
mið af eigin sannfæringu og skoðunum (sjá Erikson 1968).
248