Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 252
Ragnhildur Bjarnadóttir
grunnur sem tengdi einstaklingana í samfélaginu og veitti þeim nauðsynlegt aðhald.
Margs konar hefðir og venjur mótast á þessum siðferðislega grunni og verða einstakl-
ingunum sameign sem þeir standa vörð um. Þessi sameiginlegu gildi og hagsmunir
gera það að verkum að einstaklingarnir koma hver öðrum við. Ef grunngildi sam-
félagsins flosna upp myndast félagslegt los, siðrof, sem grefur undan tengslum
einstaklinganna. Þeir einstaklingar sem af einhverjum ástæðum eru illa félagslega
settir verða helst fórnarlömb þessarar þróunar og getur álagið á þá einstaklinga orðið of
mikið og þeim ofviða. Þess vegna eru tengsl milli þjóðfélagslegrar hnignunar og tíðni
sjálfsmorða. Durkheim leggur einnig áherslu á samspil milli þarfa og óska einstakl-
ingsins og hins vegar þeirrar reglufestu, eða ytri ramma, sem felst í siðferðinu. Ef ytri
rammar eru ekki skýrir verða óskir og kröfur hömlulausar. Ef skil eru óljós milli þess
sem er leyfilegt og ekki leyfilegt veldur það innri togstreitu og vanlíðan.24
Frá sjónarhóli þeirra sem styðjast við kenningar Durkheims er skýringa á rótleysi
meðal unglinga að leita í auknu samfélagslegu siðrofi. Talið er að ástandið megi rekja
til þess að viðmið og gildismat í samfélaginu sé svo á reiki að marga einstaklinga
skorti það félagslega taumhald sem þeim er nauðsynlegt. Óljós gildi og siðræn viðmið
flytjast ekki á eðlilegan hátt milli kynslóða þar sem börn og unglingar fá
mótsagnakennd skilaboð um hvað það er sem skiptir máli. Þau finna ekki fótfestu í
þeim óskráðu leikreglum um rétt og rangt sem byggja á hefðum og venjum og tengsl
við hina fullorðnu verða losaraleg. Þau öðlast ekki eðlilegan áhuga á umhverfinu, þau
vita ekki almennilega hvað er þeim mikils virði - jafnvel getur þetta leitt til þess að
þeim finnst ekkert vera merkilegt eða einhvers virði, ekki einu sinni lífið sjálft. Þeir
sem nota kenningar Durkheims til skýringa á rótleysi unglinga tengja sjaldnast
hugtakið sjálfhverfu við þá umfjöllun.25
Meðal þeirra sem vitnað hafa í siðrofshugtak Durkheims til að skýra rótleysi meðal
barna og unglinga er Norðmaðurinn Erling L. Dale. Hann varar í bókum sínum við
losarabrag í uppeldi og telur reglufestu nauðsynlega börnum.26 Hann fjallar um
agaleysið í „hinu frjálsa uppeldi", og lítur á það sem virðingarleysi við börn og merki
um að þau séu ekki tekin alvarlega ef þeim eru ekki settar skorður. Þá á hann við
„jákvæðan aga“. I nýjustu bók sinni, Pædagogisk professionalitet (1989) vitnar hann
einnig í Ziehe til að skýra hugmyndir sínar um mannúðlegt aðhald þar sem börn og
unglingar eru virt sem einstaklingar, þeim bæði settar ytri skorður og gefið það innra
svigrúm sem þau þurfa til að þroskast sem sjálfstæðir einstaklingar.
Enda þótt tengja megi þessi tvö sjónarhorn saman, þ.e. sjónarhorn Ziehes og þeirra
sem styðjast við kenningu Durkheims, og áherslur séu að nokkru leyti líkar, er
grunnur þessara kenninga að sumu leyti gjörólíkur. Hjá Ziehe bergmálar gamalt
viðhorf Freuds til menningarinnar, en Freud leit svo á að menningin og siðvenjur
hennar hefði þrúgandi áhrif á þroskamöguleika einstaklinga og hún væri í flestum
tilvikum til bölvunar (nýrri kenningar í djúpsálarfræði halda yfirleitt ekki í þetta
viðhorf). Durkheim telur menninguna og siðvenjur hennar veita manninum það öryggi
24 Sama rit.
sjá m.a. Þórodd Bjarnason o.fl. 1991.
26 Dale 1980, 1986 og 1989.
250