Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Blaðsíða 254
Ragnhildur Bjarnadóttir
segja vera mun sjálfstæðari og sjálfsöruggari en unglingar voru áður fyrr. En hér hefur
líka, ekki síður en í nágrannalöndunum, verið rætt um að hegðunarvandkvæði í
skólum séu annars konar en áður og því hefur verið haldið fram að árásir og glæpir,
sem unglingar fremja, séu „harðari“ en áður. Astandið í miðborg Reykjavíkur hefur oft
verið til umræðu í fjölmiðlum. Samt sem áður eru ekki allir sammála um að glæpum
hafi fjölgað og að ástand meðal unglinga sé nokkuð verra en áður var.
Kjarni málsins felst að minni hyggju ekki í vitneskju um að eitthvert ástand sé
verra eða ekki verra en áður - eða fullyrðingum um fjölgun eða fækkun glæpa sem
unglingar fremja. Það sem skiptir mestu máli er að margt bendir til þess að töluverður
hópur barna og unglinga eigi við mikla erfiðleika að stríða og að þau séu með
framferði sínu að hrópa á stuðning.
I rannsókn á íslenskum börnum og unglingum, sem Wolfgang Edelstein stóð að
ásamt fleirum á árunum 1976-1989 (langtímarannsókn), kemur í ljós að u.þ.b. 20%
úrtaksins hafa áberandi einkenni depurðar.30 Itrekað hefur verið rætt um aukna tíðni
sjálfsvíga meðal ungs fólks. Nú er þarna um svo lágar tölur að ræða að erfitt er að
fullyrða um mikla aukningu. En samkvæmt túlkun Þórólfs Þórlindssonar o.fl. á
upplýsingum sem fyrir liggja á Hagstofu Islands hefur orðið veruleg aukning á
sjálfsvígum 15-19 ára pilta á undanförnum þremur áratugum.31
Á árinu 1991 var hringt u.þ.b. 4500 sinnum í barna- og unglingasíma Rauða kross
íslands. Stærsti hluti þeirra sem hringir er á aldrinum 13-20 ára, og er rúmur
helmingur þeirra utan af landi. (60% hringinga eru frá stúlkum, 20% frá drengjum og
20% frá fullorðnum). Samkvæmt upplýsingum frá Hans Hettinen, forstöðumanni
Rauðakrosshússins, er stór hluti þeirra ungmenna sem hringir félagslega afskiptur.
Þeim liggur þyngst á hjarta að fá að vita hvað þau eiga að gera eða hvernig þau eiga að
vera svo að öðrum líki við þau. Þau þekkja reyndar oftast Jyrirmyndina, vita nokkurn
veginn hvers konar manneskja þau þurfa helst að vera eða hvers konar hlutverk þau
þurfa að leika til þess að vera vinsæl. En þeim tekst ekki að finna réttu leiðina til að
falla inn í hlutverkið, mistekst alltaf í tilraunum sínum, þau gera eitthvað vitlaust sem
þau vita ekki almennilega hvað er. Sú leit að sjálfsþekkingu, sem oft einkennir
unglingsárin, leit ungmenna að því hver þau eru í raun og veru - eða vilja vera, virðist
vera leit að því hvernig þau eigi að vera, leit að spegilmynd eða ytri ímynd sem þau
geti svo „klætt sig í“. Þessi ungmenni eru einmana. 1 sumum tilvikum er um
langvarandi ástand að ræða, þau eru ekki í nánu sambandi við neinn fullorðinn eða
jafnaldra sem þau geta talað við. Þeim finnst þau ekki geta rætt vandamál af þessu tagi
við foreldra sína.
Á árunum 1987-1988 vann ég að athugun sem beindist að því að kynnast
aðstæðum og tilfinningalegu ástandi þeirra unglinga sem þóttu sérlega erfiðir í skóla. I
samtölum við þá kennara, sem tilgreindu þessa nemendur og lýstu helstu einkennum
þeirra, kom fram að þeir þóttu óábyrgir í hegðun og námi, voru áhugalausir og
brugðust við mótlæti með reiðiköstum, jafnvel ofbeldi. Þær upplýsingar, sem ég
aflaði mér síðan um þessa nemendur (15 manna hóp, þar af voru 12 piltar), m.a. með
^11 Wolfgang Edelstein 1991.
Sjá Þórodd Bjarnason o.fl. 1991.