Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 256
Ragnhildur Bjarnadóttir
að þessi ungmenni myndu að öllu óbreyttu vera líkleg til að bæta siðgæði
samfélagsins, samanber hugmyndir Ziehes hér að framan.
En hvað er það sem veldur þessu átakanlega öryggisieysi og vanmætti margra
íslenskra unglinga? Er hægt að nota „narcissisma“-umræðuna til að varpa ljósi á
hugsanlegar orsakir þessa ástands? Kenning Kohuts leiðir athyglina einkum að því
hvernig tengslin við foreldra hafa þróast í bernsku og að því hvernig aðstæður
uppalendanna eru. Flestir foreldrar leggja sig að öllum líkindum fram um að mynda
náin og örugg tengsl við barn sitt. En það er fleira sem kemur þarna til en vilji
einstakra foreldra. Spyrja má hvort íslenskt samfélag hlúi nægjanlega vel að nánum
tengslum foreldra og barna. Það er ljóst að aðstæður foreldra eru mismunandi og fjöl-
skyldan er ekki alltaf í stakk búin til að vera traust umgjörð viðkvæmra tengsla bams
og foreldris. Jafnframt verður að hafa í huga að börn eru ólík, sum eru viðkvæm,
önnur hörð af sér. Sum þola vel ástand og aðbúnað sem önnur þola afar illa.
Töluverðar breytingar hafa orðið á fjölskyldunni í íslensku samfélagi, hún er minni
en áður og algengara nú en fyrir nokkrum áratugum að börn búi ekki hjá báðum
foreldrum sínum.33 Tæknivæðingin hefur haft áhrif á samveru og verkefni fjöl-
skyldunnar, hér eins og annars staðar. Samt sem áður er fjölskyldan sá frumhópur sem
börn og fullorðnir sækja í til að fá útrás fyrir tilfinningar eins og vanlíðan og áhyggjur
- það er að segja ef aðstæður leyfa það. Margt bendir til þess að mörg fjölskyldan sé
ekki til þess búin að takast á við miklar tilfinningasveiflur einstaklinganna.34 A
undanförnum árum hefur komið í ljós að hér eins og annars staðar er líkamlegu og
andlegu ofbeldi beitt inni á heimilum og áfengisneysla er víða til vandræða.
Hjónaskilnaðir eru mun tíðari en áður, og hafa margir þeir sem tengjast slíkum
málum, svo sem prestar og félagsráðgjafar, lýst yfir miklum áhyggjum af þeim
afleiðingum sem skilnaðir hafa á börn og unglinga.35 Þessar staðreyndir benda til þess
að margir foreldrar séu vanmáttugir og hafi ekki þann innri tilfinningalega styrk sem
veitir börnunum öryggi og rótfestu á uppvaxtarárum, ekki síst í bernsku, þegar
grunnur náinna tilfinningatengsla er lagður.
Að ýmsu leyti eru samskipti fullorðinna og unglinga hér frábrugðin því sem gerist
annars staðar á Vesturlöndum. Hér er miklu almennara að unglingar haldi sig saman í
stórum hópum í frístundum, jafnvel fram á nætur, enda hefur slíkt ekki talist eins
hættulegt hér og í stórborgum þar sem glæpir eru algengari. Líklega höfurn við
foreldrar líka treyst um of á gæði jafnaldrauppeldisins og ekki áttað okkur á því hversu
mikilvægt er að rækta tengsl okkar, hinna fullorðnu, við börn okkar allt fram á
unglingsár.
Agaleysi er oft til umræðu, bæði agaleysi í íslensku samfélagi og ekki síst agaleysi
í skólum. Nemendafjöldi í bekkjum og vinnuaðstæður gera kennurum erfitt um vik að
kljást við rótleysi og tilfinningalega erfiðleika einstakra barna og unglinga. Víða í
skólum hefur verið ríkjandi mikið úrræðaleysi í meðferð slíkra vandamála. Þar hefur,
3 3 sjá Landshagi 1991, m.a. töflu um kjarnafjölskyldur (bls. 38) og töflu um lögskilnaði
og börn á framfæri sem hjón eiga saman (bls. 51).
34 Sbr. einkum Sigrúnu Júlíusdóttur 1991.
33 Sbr. Jakob Hjálmarsson 1991.
254