Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Side 257
Ragnhildur Bjarnadóttir
ekki síður en í samfélaginu almennt, verið los á hefðum og venjum á undanförnum
árum, og viðmið um innihald náms og um vinnubrögð hafa verið mjög á reiki. Ekki
er ólíklegt að víða hafi skilaboð til nemendanna um mikilvægi námsins verið óljós,
og jafnvel hefur verið ýtt undir þá tilfinningu þeirra að það, sem þeir væru að læra,
væri ekki neitt merkilegt.36 A þetta bæði við um grunnskóla og framhaldsskóla. Staða
margra ungmenna í framhaldsskólum er slæm og má m.a. kenna um virðingarleysi
fyrir öðru námi en hefðbundnu bóknámi. Það þarf sterk bein til að fara aðrar leiðir en
stúdentsprófsleiðina og halda samt fullri reisn og virðingu.
Ef hægt er að tala um íslenska þjóðarsál þá hefur hún mörg einkenni sjálfhverfu.
Við sækjumst mjög eftir því að spegla okkur í öðrum, fá yfirlýsingar frá útlöndum um
hvað við erum gáfuð og fullkomin. Þessi sókn eftir aðdáun og viðurkenningu annarra
bendir til þess að við séum ekkert of örugg um eigin sérkenni og menningarleg
verðmæti. í okkar litla samfélagi er mikið um glæstar fyrirmyndir, rniklu virðist
skipta að vera „fallegur og frægur", og eiginleikar eins og hógværð og lítillæti virðast
ekki í hávegum hafðir. Þeir Islendingar sem verða „heimsfrægir" erlendis njóta
ótakmarkaðrar aðdáunar. Athyglin virðist beinast mikið að umbúðum, ytra útliti fólks
og afrekum, glæsibrag fyrirtækja og ytri búnaði framleiðslu og verka. Innihaldið
skiptir minna máli.37
í íslensku samfélagi er margt sem minnir á siðrof Durkheims. Los á hefðum hefur
verið mikið og viðmið á reiki, enda erum við áhrifagjörn og fljót að grípa margskonar
tískusveiflur frá útlöndum. Kannski er þetta eðlileg afleiðing mjög hraðfara breytinga á
samfélagsgerð, atvinnuháttum og fjölskylduskipan hér á landi.38 Samkvæmt kenningu
Durkheims hefur slíkt áhrif á tengsl fólks: hefðirnar og verðmætamatið halda fólki
ekki saman. Islenska fjölskyldan reynist oft vera lítil og varnarlaus, hún hefði f
mörgum tilvikum þörf fyrir þann stuðning - eða „öryggisnet" - sem stórfjölskylda eða
trúarsamfélög veita í sumum samfélögum.
Hér verður ekki farið lengra út í hugleiðingar um þá þætti í íslensku samfélagi sem
grafa undan öryggi einstaklinganna og hafa áhrif á líðan, samveru og samskipti barna
og fullorðinna. Það er heldur ekki víst að félagslegt öryggisleysi sé meira hér á landi
nú en fyrir nokkrum áratugum. En að minni hyggju getur margt í íslensku samfélagi
ýtt undir það ástand, sem hér hefur verið kennt við sjálfhverfu, og er þá sá hópur
unglinga, sem finnur sig vanmáttugan og lítils virði, sérlega viðkvæmur fyrir
neikvæðum afleiðingum þess.
Lokaorð
Hér hefur verið dregin upp gróf mynd af hugtakinu sjálfhverfa (narcissismi) og þeirri
umræðu um breytta manngerð í nútímasamfélagi sem tengst hefur því hugtaki. Ég tel
36 Dale (1989) heldur því fram að þau viðhorf hafi verið ríkjandi á undanförnum árum að
ekki skipti máli hvað nemendur lærðu, hvort þau lærðu „a“ eða „b“, þau ættu aðallega
að læra að læra. Þau viðhorf telur liann vafasöm þar sem nemendur fái þá þau skilaboð
í kennslunni að innihaldið skipti ekki máli, að það sé ekkert merikilegt.
37 Sbr. Hörð Bergmann 1989.
Jónas Pálsson (1986) og Wolfgang Edelstein (1988) hafa báðir skrifað greinar um
samfélagsþróun hér á landi og áhrif hennar á þjóðina, m.a. hugarfar einstaklinganna.
255