Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 258
Ragnhildur Bjarnadóttir
hugtakið að mörgu leyti vel til þess fallið að varpa ljósi á sálrænt ástand og félagsleg
tengsl margra íslenskra unglinga. Samt sem áður er hugtakið varhugavert vegna
flókinnar merkingar og hættu á alhæfingum í notkun þess.
í bernsku markast tengsl okkar við aðra af sjálfhverfum kenndum, og sjálfhverf
einkenni geta talist fullkomlega eðlileg síðar á ævinni. Þegar sjálfhverfa verður hins
vegar ríkjandi ástand, sem hindrar okkur í að horfast í augu við sjálf okkur sem
venjulega einstaklinga með kostum og göllum, er hún skaðleg. Þá er hún hemill á
þroska og eðlileg tengsl við aðra.
Mörg þau ungmenni, sem hér hefur verið rætt um, eru innst inni vanmáttug og hafa
ekki lært að bera virðingu fyrir eigin tilfinningum. Oraunsæjar draumsýnir og leit að
ytri fyrirmyndum bera vott um öryggisleysi og ótta þeirra við að koma til dyranna eins
og þau eru klædd. Þau átta sig sennilega ekki á því að það sem gerir þau sýnileg og
aðlaðandi býr innra með þeim sjálfum. Sá stuðningur, sem þessi ungmenni hafa þörf
fyrir, felst ekki í aðfinnslum og í því að segja þeim hvers konar manneskjur þau eigi
að vera. Fyrst og fremst verður að leitast við að skapa þeim andlegt öryggi og efla
sjálfsvirðingu þeirra þannig að þau geti myndað náin tengsl við aðra og notið alls þess
stóra og smáa sem gefur lífínu gildi.
Heimildir:
Bjerg, J. og B. Elle. 1983. Kulturel og psykisk frisætning og menneskelig udvikling.
Dansk pœdagogisk tidskrift 31,2:51-59.
Dale, E. L. 1980. Hva er opdragelse? Oslo, Gyldendal.
- 1986. Opdragelse frifra „mor“ og „far“. Oslo, Gyldendal.
- 1989. Pædagogisk professionalitet. Oslo, Gyldendal.
Dowling, C. 1988. Perfect Women. New York, Summit Books.
Durkheim, E. 1972 [frumútg. 1897]. Suicide. A study in sociology. London, Routledge
& Keagan.
Erikson, E. H. 1968. Identity: Youth and Crisis. New York, Norton.
Ernst, E. 1983. Det selvudslettende barn. (En anmeldelse af Alice Miller: Det
selvudslettende barn). Psykos og Logos 1983,1:173-175.
Freud, S. 1975. Introductory Lectures on Psychoanalysis. Harmondsworth, Penguin.
Frimodt, J. 1983. Narcissisme. Freud, Kohut, Ziehe. Kpbenhavn, Unge Pædagoger.
Gestur Guðmundsson. 1989. Æskulýðsrannsóknir. Þjóðmál. Arbók um samfélagsmál
1,1:12-29.
Gibson, M. 1977. Goð, menn og meinvættir. Sigurður A. Magnússon þýddi.
Reykjavík, Saga.
Halse, J. 1986. Ny ungdom og alternativer til folkeskolen. Skolepsykologi 23,3:201-
208.
Horney, K. 1937. New Ways in Psychoanalysis. New York, Norton.
Hörður Bergmann. 1989. Umbúöaþjóðfélagið. Reykjavík, Menningarsjóður.
Illeris, K. 1984. Ny ungdom - og solidarisk pædagogik. Unge pœdagoger 1984,7:19-
28.
Illeris, K., E. Nielsen og B. Simonsen. 1982. Ungdomspsykologi. Kpbenhavn, Unge
Pædagoger.
Jakob Hjálmarsson. 1991. „... má eigi maður sundur skilja." Morgunblaðið. 12 des.
Jónas Pálsson. 1986. Byggðaþróun, skólahald og starfsmenntun kennara. Litríkt land -
lifandi skóli, bls. 64-74. Reykjavík, Iðunn.
256