Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Síða 263
Sigrún Aðalbjarnardóttir
kenningar um þroska bama. Mikil áhersla var lögð á að kennararnir ígmnduðu kennslu
sína. Þótt þeir hafi ákveðna hugmyndafræði sem hefur áhrif á viðhorf þeirra til
kennslu10 gera þeir sér ekki alltaf ljóst hver hún er. I dagsins önn hafa kennarar naumt
svigrúm til að skoða kennslu sína. Lítið er gert af því að styðja kennara til að velta
fyrir sér hvað sé mikilvægt að kenna og hvers vegna. Á námskeiðinu var því stefnt að
því að bæta úr þessu. En rétt eins og öðru fólki getur kennurum þótt erfitt að skoða
starfshætti sína og finnst ákveðin áhætta tekin með því. Það getur verið óþægilegt að
endurmeta gildi sín og viðhorf til kennslu.11 í ljósi þess var áhersla lögð á að skapa
gagnkvæmt traust meðal kennaranna í umræðum þannig að þeir væru óþvingaðir og til
þess búnir að tjá hugmyndir sínar og ræða opinskátt um kennslu sína bæði þegar vel
tókst til og þegar ekki tókst sem skyldi. Með því að skoða málin frá ýmsum hliðum
og reyna sameiginlega að finna úrræði var vonast til að hægt væri að styðja við bakið
á þeim og hvetja þá til dáða. Mikilvægur þáttur fundanna var því að skipuleggja
kennsluna, ákveða hvaða þættir skyldu teknir fyrir, hvers vegna og hvernig. Jafnframt
deildu þeir reynslu sinni af kennslunni.
Þátttaka kennara utan funda fólst í að lesa greinar bæði um þroska barna og
kennslufræði, skipuleggja og reyna ýmis viðfangsefni með nemendum, fylla út
skýrsluform um kennsluna, líta yfir farinn veg og meta (skriflega og í viðtölum)
hvernig til hefði tekist.
Viðfangsefni í kennslu
Án þess að hafa útfært í smáatriðum þau verkefni, sem tekin yrðu fyrir um veturinn,
hafði ég ákveðið tjögur meginviðfangsefni. Fyrsta verkefnið fjallaði um vináttu
(árekstrar í vináttu, hvað er góður vinur, að eignast vin, að eiga vin, að treysta vini). í
öðru verkefni var lögð áhersla á umfjöllun um samskipti í frímínútum og var miklum
tíma varið í að ræða árekstra meðal bekkjarfélaga (t.d. að stríða, spilla, uppnefna, slást,
klaga, skilja útundan). I þriðja verkefninu var fjallað urn samskipti í skólastofu, bæði
meðal nemenda og mismunandi sjónarmið nemenda og kennara (t.d. þegar kennari
gagnrýnir verk eða hegðun nemandans en nemandanum finnst hann leggja sig allan
fram). Fjórða verkefnið fjallaði um samskipti foreldra og barna (t.d. viðkvæðið „allir
mega,“ m.a. spurninguna um útivist barna á kvöldin, traust og loforð).
Efnið sem borið var á borð var aðallega í formi stuttra frásagna um samskiptaklípur
en einnig sögukaflar úr bókum um samskipti, ljóð o.fl. Kennarar fengu því ekki í
hendur ákveðið námsefni heldur aðeins hugmyndir sem þeir voru hvattir til að moða úr.
Jafnframt voru þeir hvattir til að leita víðar fanga. Kennararnir tóku því ekki allir fyrir
sömu viðfangsefni. Einstök verkefni höfða misvel til barna og fer það t.d. eftir aldri
þeirra og áhuga. Ekki var kennurum heldur skylt að taka á viðfangsefnum á sama hátt.
Þeir voru miklu frekar hvattir til þess að nota mismunandi fagþekkingu sína og
reynslu12 við skipulagningu kennslunnar. Auk sérstakra viðfangsefna sem unnið var að
1 ^ Shulman 1987
' ' Johnston 1989.
12 Sigrún Guðmundsdóttir 1988.
261