Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 264
V
Sigrún Aðalbjarnardóttir
með nemendum notuðu kennarar einnig hin ýmsu tækifæri sem gáfust til að ræða um
þann ágreining sem upp kom í daglegu skólastarfi.
Reynslan sýndi að heppilegasta leiðin til að halda áhuga nemenda vakandi og gefa
þeim tækifæri til að vinna úr reynslu sinni var að vinna í lotu að einu ákveðnu
verkefni (t.d. vináttu) en taka síðan hlé. Eftir nokkra fundi um haustið tóku kennararnir
því verkefnið um vináttu fyrir í um 4-5 vikur. Á vormisseri tóku þeir fyrir verkefni
um frímínútur í um 4-5 vikur; gerðu þá hlé, en fengust síðan við nokkur viðfangsefni
um starfið í skólastofunni eftir því sem tími gafst til. Fáir kennaranna tóku fyrir
samskipti foreldra og barna þar sem tími var naumur, en nokkrir tókust á við það efni
veturinn eftir. Eftir þessa reynslu má segja að heppilegt sé að einbeita sér að einu
verkefni á misseri, þ. e. tveimur yfir veturinn.
Kennsluaðferðir
Mikil áhersla var lögð á umræður þar sem mismunandi sjónarhorn kæmu fram og
lausna leitað. Lögð var áhersla á hin ólíku sjónarmið til að hvetja nemendur til að setja
sig í spor beggja aðila. Slíkt er mikilvægt til að fá þá til að skilja að „sjaldan veldur
einn þá tveir dcila“ og fhuga jákvæða lausn málsins fyrir báða aðila. Kennararnir voru
sérstaklega varaðir við því að hugsa fyrir nemendur en leita í stað þess eftir
hugmyndunt þeirra.
Kennararnir voru hvattir til að nota ákveðnar opnar spurningar til að leiða
umræðurnar um ágreiningsmál kerfisbundið. Með þessum spurningum eru börnin
beðin um að skilgreina vandann, tjá sig um líðan þeirra sem hlut eiga að máli, huga að
ýmsum leiðum til að bregðast við vandanum, finna bestu leiðina til að leysa vandann
og meta þá lausn. Spurningarnar voru þessar;
1. þrep: Hvaða vandi kom hér upp? Af hverju er það vandi?
Þessum spurningum er ætlað að fá fram skilgreiningu á vandanum.
Spurningarnar fá aðila til að hinkra við, skoða hvað að er, róast.
2. þrep: Hvernig líður [...]? Hvers vegna?
Þessum spurningum er ætlað að fá aðilana til að huga að líðan hvor/hver
annars.
3. þrep: Hvað getur (aðalpersóna) gert? Af hverju er það góð leið? Hvað myndi
gerast ef hann/hún gerði það?
Börnin nefna ýmsar leiðir, rökstyðja uppástungur og ræða afleiðingar hverrar
lausnar. Með spurningum sem þessum er hugað beint að mismunandi leiðum
til að leysa vanda og afleiðingum þeirra.
4. þrep: Hver er besta leiðin til að leysa vandann? Hvers vegna?
Þessum spurningum er ætlað að finna vænlegustu lausnina og ræða afleiðingar hennar.
Þar sem við átti voru börnin spurð um sanngirni, hvað væri rétt að gera og hvers
vegna. Einnig voru börnin hvött til að skoða reynslu sína, þ.e. hvort þau hefðu reynt
svipuð atvik, hvernig þeim leið, livað þau gerðu, hvernig þau brygðust við núna og
hvers vegna. Til að minna bæði börnin og kennarann á að leita leiða skref fyrir skref
við að leysa ágreining með þessar spurningar í huga var veggspjald hengt upp í hverri
262