Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 276
V
Uppeldi og menntun 1 (1): 274-283
Sigurdur Júl. Grétarsson
Að vita vissu sína: Kennarastarfið
og hlutlægt mat
Inngangur
1 þessari grein er hugað að hlutverki mælinga í umfjöllun um störf, fagmennsku og
sjálfstæði íslenskra kennara. Því er haldið fram að við mat á námi og skólastarfi sé
nauðsynlegt að styðjast við athuganir af því tagi sem þróast hafa í félagsvísindum um
áratugaskeið, það er að segja mats- og flokkunaraðferðir sem bindast hlutlægum
viðmiðunum. Að öðrum kosti verða ákvarðanir í skólamálum fálmkenndar og stefnan
óskýr. Vönduð vinnubrögð eru allra hagur, ekki síst kennara, sem nú knýja á um nýjan
skilning á starfi sínu. Til dæmis segir svo í Skólastefmi Kennarasambandsins:
„Kennarasamband íslands leggur megináherslu á að starf kennara verði skilgreint á ný og
metið að verðleikum og kennarastéttinni búin kjör og starfsaðstæður í samræmi við
þær kröfur sem til starfsins eru gerðar.“'
Slfk endurskilgreining er mikið verk ef hún á að vera meira en orðin tóm. Engar
töfralausnir tryggja að vel takist. Greinilega þarf að taka til hendinni á faglegum,
fjárhagslegum og pólitískum vettvangi og árangurinn kann að ráða úrslitum um það
hvernig íslenska þjóðin verður menntuð á næstu öld. í slíku starfi er brýnt að vanda vel
til verka og Ijóst að þörf er á áreiðanlegum upplýsingum um skólakerfið. Hér er vakin
athygli á því að þó að reynsla, formleg menntun og innsæi skipti máli í öllu mati, þá
er þó sérlega brýnt að aflað sé hlutlægra upplýsinga um störf kennara og árangur af
þeim því að án þeirra er auðvitað hvorki hægt að meta þau né endurmeta. Og þegar
leitað er áreiðanlegra upplýsinga um mannlegt atferli þá hafa hefðbundnar aðferðir í
félagsvísindum, til dæmis sálarfræði, gefíst best.
Flestir eru sammála um að ólíklegt sé að ein skilgreining taki til alls þess sem máli
skiptir í kennslu. Síaukin fjölbreytni í skólastarfi1 2 og auknar kröfur til skólanna, til
dæmis í uppeldismálum,3 gera eina starfslýsingu nánast ómögulega. Það er jafnvel
líklegt að ein tiltölulega einsleit eða samræmd menntunarleið fyrir alla kennara heyri
brátt sögunni til, auk þess sem margir draga í efa að lögverndun starfsheitis kennara (og
reyndar annarra) geti verið frambúðarlausn á atvinnu- og kjaramálum stéttarinnar.4 Slík
lögverndun kann að eiga rétt á sér tímabundið en til lengri tíma litið er hún jafnlíkleg
til að beina hæfu fólki og óhæfu frá kennslu. Til dæmis er líklegt að kennurum þætti
fengur í að starfa að kennslu við hlið sérfræðinga, sem ekki hefðu formlega kennara-
1 Skólastefna 1990:34.
“ Jón Torfi Jónasson 1990.
3 Skólastefna 1990.
^ Jón Torfi Jónasson 1990.
274