Uppeldi og menntun - 01.01.1992, Page 283
Sigurður Júl. Grétarsson
afdrifaríkar ákvarðanir fyrir börn. Þau eiga rétt á því að þær ákvarðanir séu eins vel
grundaðar og kostur er á og þar með að hlutlæg viðmið séu lögð til grundvallar.
Ákvörðun sem er óbundin af ytri viðmiðum og styðst einvörðungu við huglægt mat er
geðþóttaákvörðun. Þegar ákvörðun er tekin, til dæmis um að seinka barni um bekk,
verður slík ákvörðun að vera vel grunduð og má ekki byggjast á getgátum. Viðmið,
sem gera kleift að bera getu barnsins saman við getu jafnaldranna, hljóta að teljast
eðlileg hjálpartæki - þó að þau megi auðvitað ekki ein og sér ákveða niðurstöðuna.
Hlutlægt mat gefur reyndar ekki allar nauðsynlegar upplýsingar og má ekki vera sjálf-
krafa grunnur fljótfæmislegra ákvarðana.
Hlutlægt mat er nákvæmlega jafn mannúðlegt og fólkið sem beitir því og notfærir
sér niðurstöðurnar. Það er alveg fráleitt að halda því fram að reynsluhyggja, höfuðvígi
hlutlægninnar, sé einhver fulltrúi kúgunar og kerfisbundins óréttlætis í sögu hug-
myndanna. Þvert á móti hafa reynsluhyggjumenn gjarnan verið í fararbroddi í frjálslyndi
og bjartsýni á getu og rétt einstaklinga til að ráða sér sjálfir og nægir þar að nefna John
Locke og John Stuart Mill. Traustar upplýsingar eru nefnilega forsenda réttlætis.
2. Er ekki hlutlœgt mat tilfinningalaust? Er tekið tillit til mannlegra þarfa?
Ekki er meiri hætta á misnotkun hlutlægs mats en annars konar mats. Rétt er það að
það er aðalsmerki hefðbundinna rannsóknaraðferða að skilja milli staðreynda og gildis-
mats og ekki eru allir sáttir við þá skiptingu. En í því sambandi má benda á tvennt:
Fólkið sem beitir aðferðunum og metur niðurstöðurnar er ekki tilfinningalaust eða laust
við mannúð. Það er einmitt vegna þess að það er meðvitað um breyskleika sinn og
tilfinningasemi og óviljandi þröngsýni sem það biður um hlutlægt mat. Hlutlægar
niðurstöður draga úr hættunni á geðþóttaákvörðunum og gera fólki auðveldara en ella að
vega og meta kosti og galla ákvörðunar. Svo ákveður fólk hvað gera skuli með öllum
þeim skyldum sem fylgja því að vera manneskja. Hlutlægt mat kemur ekki í staðinn
fyrir það að hugsa og leysir mann ekki undan neinni ábyrgð á eigin gjörðum.
Hér má taka dæmi til samanburðar, dæmi sem er íslendingum hjartfólgið. Ákvörðun
um að virkja vatnsfall er ekki bara tæknileg. Þar koma við sögu umhverfissjónarmið,
byggðasjónamið, spurningar um lífsgildi, atvinnustefnu og annað. En þó að ákvörðunin
sé ekki tæknileg er samt lífsnauðsynlegt fyrir þá sem taka ákvarðanirnar að hafa tiltækar
hlutlægar upplýsingar af ýmsu tagi. Á sama hátt þarf skólastefna ekki að snarbreytast
þó að lagt sé grundvallað mat á starf skóla, á vinnu kennara og ileira. Við hljótum að
gera ráð fyrir því að sú mannúðarstefna og sú áhersla á menntun, sem Islendingar hafa
tileinkað sér, komi áfram fram í starfi skóla. Það er engin mótsögn milli mannúðar og
góðra mælinga. Það yrði áfram markmið skóla að búa nemendur undir líf og störf í
lýðræðisþjóðfélagi, að koma öllum til nokkurs þroska.
Hlutlægar mælingar gera ekki ráð fyrir einni hagfræði frekar en annarri. Þær fela
ekki í sér að menntun verði skilgreind eins og afurð í framleiðsluferli þar sem
farmleiðnin er aukin með því að kippa vélrænt út úr ferlinu þeim þáttum sem ekki
hlaða tilhlýðilega í aðfallsjöfnu. En samt er Ijóst að skóli getur ekki þróast ein-
vörðungu á eigin forsendum, hann verður að vera í takt við samfélagið sem elur hann,
aðstæður, áhugamál, markmið og ekki síst fjárhag. Hlutlægar upplýsingar um
gagnsemi af starfi forða fólki frá dýrri tilraunastarfsemi og vanhugsuðum niðurskurði.
281